Peter Schjeldahl fékk Clarkinn

schjeldahlBandaríski myndlistargagnrýnandinnPeter Schjeldahl hlaut The Clark verðlaunin um helgina, en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skrif í gagnrýni.

Þau eru ekki mörg slík verðlaunin, en The Clark voru stofnuð árið 2005 og áður hafa þau, Kobena Mercer, Linda Nochlin og Calvin Tomkins hlotið verðlaunin.

Peter Schjeldahl er 66 ára að aldri og skrifar fyrir The New Yorker, en skrifaði áður fyrir The New York Times og The Village voice, auk þess að hafa skrifað bækur um gagnrýni. 

Schjeldahl er ljóðrænn myndlistargagnrýnandi(Poetic art criticism), þ.e. þegar bókmenntalegt vægi gagnrýni er hampað, en gagnrýni er jú bókmenntagrein.

Þá hefur Schjeldahl gefið út 6 ljóðabækur.

Hann er svakagóður penni, oft dásamlegt að lesa texta hans, en hann tekur sjaldan afgerandi afstöðu í "slæmri" gagnrýni og notar rithæfileikana til að miðla upplýsingum og áhrifum myndlistarinnar sem nothæfri heimild.

Peter Schjeldahl er gott dæmi um Lýsandi gagnrýnanda (descriptive art criticism).

Hér er hlekkur á gagnrýni Peter Schjeldahlsí The New Yorker um sýningu Ólafs Elíassonar í MoMA.

http://www.newyorker.com/arts/critics/artworld/2008/04/28/080428craw_artworld_schjeldahl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband