1.5.2008 | 21:47
Svar Íslands við David Blaine
Fyrir um áratug var mikið skrifað um töframenn í listtímaritum sem partur af samruna myndlistar og skemmtunar eða "art and entertainment" í svokallað "artentainment". Ég man t.d. eftir heilmiklu viðtali við David Copperfield í listtímaritinu Art in America.
David Blaine er oft settur í þetta samhengi. Hann reynir á þanþol líkamans ekki ósvipað og gjörningalistamenn á borð við Viti Acconci og Ulay og Marina Abramovich voru að fást við á áttunda áratugnum. Og ekki er langt síðan ég bloggaði um nýlegan gjörning Króatíska listamannsins Slaven Tolj sem svolgraði í sig Vodka og Búrbon þar til hann endaði í súrefnisgrímu á spítala.
Þegar menn eins og Copperfield og Blaine voru til umræðu í listtímaritum skrifaði Gunnar J. Árnason, listheimspekingur, grein í Norræna listtímaritið Nifca um íslending sem væri að vega salt á milli listar og töfrabragða. Og virkaði greinin sem nokkuð heiðarleg tilraun til að setja Ísland inn í þennan alþjóðlega straum "artentainment".
Svar Íslands við uppákomum Davids Copperfields og Davids Blaines reyndist enginn annar en Skari Skrípó.
En Skari Skrípó getur t.d. sogið smokk upp í nefið og dregið hann aftur út um munninn.
Hélt niðri í sér andanum í rúmar 17 mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.