2.5.2008 | 22:06
Graffití-list-sýning
Væri gaman að vera í London í kvöld og skella sér á opnun á alþjóðlegri graffitísýningu í járnbrautagöngum Lambeth.
40 graffitílistamenn frá Evrópu, Ameríku og víðar eiga verk á þessari sýningu. Það var Banksy sem sá um valið en hann á einnig verk á sýningunni.
Af myndum að dæma virðist þetta vera unnið eins og refill, þar sem ein mynd tengist yfir í aðra.
Sýningin verður í 6 mánuði,
Hér er hlekkur á frétt í London Times
http://entertainment.timesonline.co.uk/tol/arts_and_entertainment/visual_arts/article3858233.ece
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Athugasemdir
Jú, það er stórmunur hvort listamenn búi til listaverk eða hvort bölvuð skemmdarverkafíflin eyðileggi hýbýli fólks. Ég veit um dæmi þess að þessi fífl hafi spreyjað á bæsaða tréveggi, steni-klæðningu og innbrennt ál, en ekki er hægt að "mála yfir" neitt af þessu. Því kýs ég að hætta að vegsama þessa tegund "listar".
Gunnar (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 02:00
Örugglega skemmtileg sýning. Finnst alltaf jafn gaman að "finna" ný listaverk á götum úti...og alveg jafn pirrandi þegar einhver bjáninn skrifar nafnið sitt ofan í verkið. En það er víst hluti af götumenningunni.
Annars er það nýjasta að hér er byrjað að "skreyta" bíla. Þ.m.t. húsbílinn okkar. Er hann ekki verðmætari fyrir vikið? Kv.Helga (úr máluninni í fyrra) í Róm.
Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:38
Sæl Helga, gaman að heyra frá þér.
Skemmdaverkin sem Gunnar nefnir eru í raun ekki Graffitílist. Það eru svokallaðir "Taggarar" (Tags) sem signera út um bæinn allan líkt og hundar sem míga utan í á göngu. Slíkt er bara stafakrot.
Ransu, 3.5.2008 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.