16.5.2008 | 12:25
Slaven Tolj
Slaven Tolj fæddist í Dubrovnik árið 1964.
Tolj er þekktastur Króatísku listamannanna fimm, jafnt sem listamaður og sýningarstjóri.
Hann var m.a. með minnistæða ljósa-innsetningu á lestastöðinni í Kassel á Documenta X.
Það vakti athygli þegar Slaven Tolj var falin umsjón yfir sýningu í Króatíska skálanum á tvíæringnum í Feneyjum árið 2005 þar sem hann valdi einnig listamenn til að sýna í skálanum. En það tíðkast ekki að myndlistarmanni sé gefið álíka vald á þessum tvíæringi. Það vakti ekki síður athygli að þrír af fimm listamönnuum sem hann valdi á þessa virtustu myndlistarsýningu heims voru gersamlega óþekktir, þar af var einn garðyrkjumaður og einn sjómaður.
Verk Slavens í orkuveitunni heitir Föðurlandsvinurinn (The Patriot) og er óður til þeirra sem féllu í stríðinu um Júgóslavíu við að verja Dubrovnik.
Slaven Tolj mun einnig fremja gjörning á opnun eftir klukkan 18:00.
Hér er hlekkur á eldra blogg þar sem ég velti upp spurningum í kjölfar eins gjörnings Slavens Toljs http://ransu.blog.is/blog/ransu/entry/465246
Flokkur: Menning og listir | Breytt 18.5.2008 kl. 16:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.