Andy Warhol (Fyrir Ingvar)

WarholFélagi minn Ingvar óskar eftir í síðustu athugasemd að ég fjalli um Andy Warhol.  Ég verð að gera honum til hæfis. Enda Warhol snillingur og  með honum fæðist  nýtt landslag í listinni. Hann er einn þriggja áhrifamestu listamanna eftir síðari heimstyrjöldina að mínu mati.  Hinir tveir eru Jackson Pollock og Joseph Beuys.

Ég copy/paste-aði hluta úr grein sem ég skrifaði í Morgunblaði fyrir 4-5 árum síðan vegna sýningar á verkum hans hér. 

 

Andy Warholvar einn af frumkvöðlum Popplistarinnar í Bandaríkjunum. Popplistin á reyndar upptök sín í Bretlandi en fann sér svo farveg í Bandaríkjunum þar sem hún blómstraði undir heitinu Neo Dada. Popplist er margtætt liststefna og innan hennar má finna marga áhrifamenn í myndlistarsögunni. Á toppnum trónir þó Andy Warhol

WarholcampellsEkki epli heldur Campbell's

Andy Warhol, eða Andrew Warhola eins og hann hét með réttu, fæddist árið 1928 í Pittsburg af tékknesku foreldri. Hann fluttist snemma til New York borgar tar sem hann hóf feril sem grafískur hönnuður og var nokkuð vinsæll í faginu strax á sjötta áratugnum. Samhliða hönnun og myndskreytingum í glanstímarit syndi hann grafík og teikningar í smærri listsýningarsölum í borginni.

Eftir að hafa kynnst listamönnunum Jasper Johns og Robert Rauschenberg fór hann alfarið að einbeita sér að myndlistinni og málaði myndröð af ofurhetjum, Súperman, Batman o.s.frv. Það var árid 1960. Skömmu síðar hóf hann að mála myndir af Kóka Kóla-flöskum og á eftir fylgdi sería af Campbell's súpudósum sem er á meðal þekktustu verka Warhols.

"Cézanne málaði epli en ég mála Campbell's" voru orð Warhols sem sögðu til um breytt samfélagsleg og listræn viðhorf á sjöunda áratugnum þegar popplistin braust í gegn. Warhol gerði neyslusamfélagið að sínu helsta viðfangsefni og eru staflar af handmáluðum Brillókössum listamannsins af mörgum taldir tímamótaverk í listasögunni.

Warhol Brillo

Hefur bandaríski listfræðingurinn Arthur C. Danto talað um Brillókassa Warhols sem endalok eða dauða myndlistarinnar, þar sem listaverkið bætir engu við veruleikann nema út frá heimspekilegri kenningu um list. Þ.e. að við gefum okkur að Brillókassar warhols séu list vegna kenninga og umræðu en ekki fagurfræðilega upplifun, og þar eru viss skil sem Danto og reyndar fleiri listheimspekingar, merkja á samtímalist og list fyrri tíma. 

Mörgum hefur þótt Danto gera Warhol að full heimspekilega þenkjandi listamanni og benda á að hann hafi einfaldlega verið yfir sig numinn af yfirborðs-menningunni sem hann bjó við og endurspeglað hana eins og hún lá fyrir honum.

Goðsagnir líðandi stundar voru Warhol hjartkærar og árið 1962 gerði hann myndraðir af Marilyn Monroe, Elvis Presley, Marlon Brando o.fl. dáðum persónum. Þá lagði Warhol jafnframt niður pensilinn og fór að nota ljósmyndir og silkiþrykk.

Warhol tók ekki bara fyrir glans og glamor samfélagsins heldur líka dekkri hliðar þess í svokölluðum "Dauða og ógæfu seríunum" (Death and disaster series), en það eru myndir af sjálfsmorðum, bílslysum, atomsprengju, rafmagnstól, ofbeldi o.fl. sem hann vann eftir fréttaljósmyndum.

warhol electricFígúran Andy

Þótt Andy Warhol hafi heyrt undir popplist tá er oft litið á hann sem frum-hugmyndalistamann (Proto-conceptual artist), í líkingu vid Yves Klein og Piero Manzoni. Hann er dæmi um listamann sem gaf listinni hug sinn og líkama, líkt og hann væri ekki til nema sem fígúran Andy Warhol. Hann bar ávallt hvíta hárkollu og var með margskonar uppátæki sem gerðu hann að goðsögn. Warhol fékkst við kvikmyndagerð og gerði mikinn fjölda kvikmynda og eru sumar þeirra, s.s. "Trash", "Face" og "Chelsea Girls", nú sígildar "költ"-myndir.

warhol monroe

Vinnustofa Warhols var heimur útaf fyrir sig og líktist helst skemmtistað eða klúbbi. Hún var kölluð "Verksmiðjan" (Factory) og sóttu þangað fjöldi manns dag hvern, myndlistarmenn, rithöfundar, leikarar, poppstjörnur og svo þeir sem vildu ganga í augun á Warhol. Skapaðist m.a. sá siður á meðal gesta Verksmiðjunnar að kalla hvern þann sem var í uppáhaldi hjá Warhol, "Súperstjörnuna". Raunverulegar súperstjörnur urðu líka til í verksmiðju Warhols. Hljómsveitir stigu sín fyrstu skref í "verksmiðjunni" og var ein þeirra The Velvet Underground & Nico, með Lou Reed og John Cale í fararbroddi, sem Warhol tók undir sinn verndarvæng og framleiddi þeirra fyrstu og bestu breiðskífu sem jafnan er kölluð "Banana album".

(The Velvet Underground er besta hljómsveit "ever", Bananaplatan sú besta sem hefur verið gefin út og lagið "Venus in Furs"...langbesta popplag...í úniversinu)

Hlusta og skoða HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ýtarlega og fína umfjöllun. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.6.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

takk fyrir...þetta var skemmtilegt

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.6.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk fyrir fróðleik

Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2008 kl. 18:46

4 identicon

Takk fyrir þetta.

Ragga (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 19:14

5 Smámynd: Ingvar Ari Arason

Já það er ekkert annað Takk kærlega fyrir þessa æðislegu umfjöllun kv ingvar

Ingvar Ari Arason, 11.6.2008 kl. 23:21

6 identicon

Ég þakka fróðleik og skemmtun.

Ég held að Slóvenar eigni sér uppruna Warhola. Þar mun hafa verið sett upp safn honum til heiðurs (Andy Warhol Museum of the Modern Art Medzilaborce). Hann er því greinilega hafður í metum í Karpatafjöllum.

K.S. (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:15

7 Smámynd: Ransu

Já takk K.S. Stundum slá upplýsingar eitthvað saman í súpu, en það er rétt. Hann er ættaður frá Slóvakíu.

Ransu, 12.6.2008 kl. 13:59

8 identicon

Ultra Violet  ein peirra sem bjo i "verksmidju" Warhols hefur skrifad bok:

Famous for Fifteen Minutes: My Years with Andy Warhol. 

Ultra vVolet er ein peirra sem "lifdi af", byr nu a Manhattan ,snerti ekki eiturlifin en skrifadi dagbok sem hun byggir pessa frasogn a. Frodlegt ad lesa um petta utfra personlulegri reynslu manneskju sem hraerdist i  pessu villta lifi daglega.  

Takk fyrir finan pistil, Ransu.

PS. kem ekki isl. stafrofi inna bloggid

Anna Joelsdottir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:58

9 Smámynd: Ransu

Veit ekki af hverju þetta vandamál er með ísl. stafi að utan Anna,  Þú ert samt ekki sú fyrsta með útlenskan "hreim" hér á síðunni.

Og fattaði líka af hverju upplýsingar um ættir Warhols rugla á Tékklandi og Slóvakíu.  Einu sinn hét þetta saman "Tékkóslóvakía". Og ekki langt síðan það var (en samt náði ég að gleyma því).

Ransu, 13.6.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband