Ísland í dag

juniÞað olli talsverðu hugarróti hjá mér þegar ég horfði yfir hópinn á 17 júní göngu í Kópavogi og sá að ímyndir sem prýddu blöðrur barna samanstóðu af fígúrum á borð við Bangsímon, Spæderman og Halló Kittí.

Var mér hugsað til Kjarvals og Errós, þar sem sá fyrrnefndi er lókal listamaður, rómaður fyrir að kenna íslendingum að sjá sérkenni sín, en sá síðarnefndi innleiddi neyslumenninguna inn í listina, gerði íslenska list heimsborgaralega með hasarblaðahetjum.

Eitthvað þótti mér farið að halla á Kjarvalsgildin í þessum hátíðarhöldum. Í Reykjavík hlustaði ég á Júróbandið syngja Abanibiaboebe og This is my life. Ekkert Hæ hó jibbíjei eða Ísland ögrum skorið.

Í bókinni Tilraun um heiminn segir Þorsteinn Gylfason frá skóflu einni á Siglufirði. Hún er sögð sú elsta í bænum en samt er búið að skipta um skaftið á henni í þrígang og hausinn tvívegis endurnýjaður.

Þannig er Ísland í dag.


mbl.is Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hahaha ...gott þetta,  búið að skipta um skaftið í þrígang og hausinn tvisvar.......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.6.2008 kl. 19:22

2 identicon

Já Hugleik á blöðrurnar fyrir næsta þjóðhátíðardag!

Ásdís (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 20:01

3 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Sama skóflan eða ekki, um það má deila í ræðukeppnum framhaldsskóla. Ég hef heyrt svipaða sögu um stagbættan sokk. Fljótin hafa runnið til sjávar um þúsundir ára, en það er aldrei sama vatnið í þeim, eða hvað. Ég var í vinnu á sautjánda, keyrði marga bílfarma af uppblásnum blöðrum um allan bæ í Hafnarfirði. Það var léttur og litríkur farmur, en þær áttu það til að springa ein og ein við aksturinn.

Kristbergur O Pétursson, 20.6.2008 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband