Ósamþykktur Basquiat

basquiatÉg sá fyrst sýningu á verkum eftir Jean-Michel Basquiat í Amsterdam árið 1990. Ég var gersamlega heillaður af verkum hans og hef æ síðan reynt að sjá sýningar á verkum hans þegar tækifæri gefast.

Síðast sá ég sýningu á verkum hans í New York fyrir tveimur árum og hlustaði þá með öðru eyranu á leiðsögn sem var um sýninguna um leið og ég skoðaði og hjó eftir því að leiðsögnin sem og spurningar gesta snérust aðallega um verðgildi mynda.  Basquiat var nefnilega ekki bara fantagóður málari heldur er hann goðsögn og holdgervingur listamannsímyndarinnar.  Hann var náttúrutalent sem byrjar sem graffitílistamaður á götunni (kallaði sig þá Sabu), var svo tekinn inn af galleríi þar sem hann fær allt sem hann vill, efni til að mála með og dópa. Og deyr ungur (aðeins 28 ára) vegna mikillar eiturlyfjaneyslu. Að auki er búið að gera bíómynd um kappann.

Ég hef oft spáð í það hve mikið magn af verkum er til eftir listamanninn miðað við stuttan feril og alltaf skjóta nýjar myndir upp kollinum á sýningum eða í tímaritum.

Verð á verki eftir Basquiat má telja í tugum og hundruðum milljóna króna og ekki er erfitt að falsa Basquiat-mynd. Það hljóta því einhverjar slíkar að vera í umferð.

Nú er komið upp mál þar sem nefnd sem sérhæfir sig í Basquiat neitar að viðurkenna eitt verk sem frumsköpun Basquiats. Og fyndnast er að sá sem seldi eigandanum myndina til að byrja með er í nefndinni.

Sjá frétt HÉR og HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband