8.7.2008 | 13:55
Ýtarlegra Ígildi
Fékk sendar myndir af sýningunni Ekvivalencija (Ígildi) í Dubrovnik í Króatíu þar sem 5 íslenskir myndlistarmenn sýna, Guðrún Vera Hjartardóttir, Helgi Hjaltalín, Hlynur Hallsson, JBK Ransu og Þorvaldur Þorsteinsson. Birti nokkrar hér á síðunni minni, uppfært og betrumbætt miðað við það sem ég birti áður.
Í Galeria Otok sýnum við öll saman. Sú sýning tengist sýningunni í Art radionica Lazareti.
Myndin hér að ofan er af verki eftir mig og Helga Hjaltalín sem eru í galleríinu. Verk Helga er hluti af ferli sem hann kallar Mótun. En Helgi á hund sem rekur ættir sínar til hundaræktara á þessum slóðum. Helgi sagaði útlínur hundsins á krossvið og tók hann (plathundinn) í heimsókn til hundagarðs. Tók þar ljósmyndir. Þetta er ígildi hundsins hans helga, sá er var myndaður.
Veggmyndin fyrir aftan hundinn er eftir mig og heitir Tómt. Er málað með akríl og fluorescent akríl á vegginn.
Við Helgi deilum saman stærsta salnum í Lazareti. Helgi sýnir þar Ljósmyndir af "plathundinum" og útsagðan krossviðinn auk ljósmynda af hundum sem takast á.
Ég sýni nýtt verk í röðinni Virðingarvottur til staðgengilsins (Homage to the Proxy). Veggmynd í akríl og fluorescent akríl og hringir á gólfi sem notaðir eru í frisbee (aerobee) eða til að juggla. Fattaði ekki að taka myndir á opnun þegar gestir voru að leika sér í frisbee, en þeir voru nokkrir sem slógu til. Fæ vonandi myndir af slíkum gjörning sent frá Lazareti.
Verk Guðrúnar Veru heitir Áhorfandi og byggir á þeirri hugmynd að listaverkið horfi til baka á áhorfendur eða fái hann til að horfa innvortis gegn um listina. Ólíkt því sem hún gerði í Deiglunni á Akureyri þar sem "lókal" áhorfendur voru hafðir í vídeói að þá flytur hún Íslenska áhorfendur til Króatíu.
Vera hafði séð mynd af rýminu í Króatíu og leitaði að upptökustað í Reykjavík með gólfi sem mundi falla vel við.
Myndin af verkinu er tekin áður en myrkvað var fyrir glugga að neðan. En hún sýnir ágætlega hvernig myndskeiðið fellur að rýminu.
Þorvaldur Þorsteinsson sýnir myndskeið af Hannesi Lárussyni hlaða torfvegg en á veggnum á móti hefur Þorvaldur hlaðið vegg með fundnum hlutum með sömu hleðslutækni. Myndin hér af veggnum er tekin við birtu til að veggurinn sjáist, en á sýningunni er rýmið er myrkvað þannig að eina birtan er af myndskeiðinu þannig að hleðsluveggurinn er ekki eins skýr.
Hlynur Hallsson spreyjaða texta og tákn um svæðið og einn fór gegn um ritskoðun. Þ.e. að það sést að málað hefur verið yfir texta við innganginn sem sagði sitthvað um borgarstjóra Dubrovnik. Það verk heitir "Ritskoðað".
Hlynur framdi einnig gjörning á opnun. Synti frá höfninni að Lazareti, dágóður sprettur, og var síðan á sundskýlunni einni alla opnunina að taka á móti gestum.
Og þannig er nú það.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að gefa kost á sjá myndir af sýningunnni hér á blogginu
Ég hafði gaman af
Margrét Hrönn Þrastardóttir, 8.7.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.