Karnegí karnevalið

Torsten AnderssonFór á Carnegie um helgina í Gerðarsafni í annað sinn. Er sammála mörgu sem Þóra skrifaði um sýninguna.  Hún var reyndar nokkuð rausnarleg á stjörnugjöf miðað við texta.

Einhver þreytumerki eru komin á þetta. Minnir mig dálítið á Hollywood framhaldsmyndir eins og Leathal Weapon 1,2,3,4...Sama handritið en skipt um í aukahlutverk á milli mynda.

Samt hef ég alltaf lumskt gaman að þessum sýningum og vissulega eru þarna góð verk inn á milli.

Mér þykir Torstein Andersson vel að 1. verðlaununum kominn. Það er eitthvað svo heillandi við þessi hálf sjabbí verk hans. Jesper JustMaður einfaldlega finnur fyrir þeim líkamlega. Svei mér þá ef menn geta gert svona á áttræðis eða níræðis aldri, vaxið stöðugt í listinni, þá hefur maður til mikils að hlakka næstu 40 árin, vonandi.

Mér fannst stuttmynd Jaspers Just líka frábær. Einhver Dreyerískur spagettíbragur sem hitti mig beint í mark.

Efri mynd er af einu af verðlaunaverkum Torsteins Anderssons, Blood colored flow - Personality as Person.

Neðri myndin er úr stuttmynd Jaspers Just, A Vicious undertow.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Getur verið að ég hafi séð stuttmyndina í Kiasma safninu í Finnlandi?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband