Myndir frá Journey to the Centre

Fékk ljósmyndir í gær frá sýningunni Journey to the centre í Broadway gallery í New York borg.  Þær eru eilítið dökkar en gefa einhverja mynd. Birti hér eitt sjónarhorn.

NY sýning  okt 2008 020-1    NY sýning  okt 2008 022-1 Á sýningunni eru verk eftir Önnu Halldórsdóttur, Elsu D. Gísladóttur, Guðrúnu Veru Hjartardóttur, Helgu Arnalds og JBK Ransu. 

NY sýning  okt 2008 056Var ákveðið að verkin tengdust að einhverju leyti í umræðu (sbr. undirtitill Bioprocess) og unnið með gólf, veggi og loft og tvívítt, þrívítt, hreyfiverk og hljóð (því miður ekki hægt að ljósmynda hljóðið) 

 Ég læt líka eina opnunarmynd og svo mynd af einu af verkunum mínum á sýningunni. Verkið er úr seríu sem heitir "Tómt" og er unnin með límpunktum á sjálflýsandi (fluorescent) auglýsingarkarton. 

NY sýning  okt 2008 032-1_editedÉg sýni samskonar pappírsverk ásamt veggmynd akkúrat þessa dagana í Jónas Viðar gallerí á Akureyri.

 Margrét Elísabet, fagurfræðingur, var þá á opnuninni og spurði mig í gamni hvort það væri kreppan sem kallaði eftir slíkum úrlausnum.  En ef maður spáir í það að þá eru þetta ídeal kreppumálverk, gerð úr ódýrum tilbúnum efnivið, eru auðveld í flutningum (má flytja á milli landa í bóluplastumslagi) en stækka á vegg sökum tóma flatarins sem skapast fyrir miðju . Þ.e. a. ég sný jaðar pappírsins sem ég hef skorið í að hvorum öðrum og því skapast tómur flötur á milli þess er endar pappírsins mætast.

Auk þess er tilvalið að nota þessa límpunkta til listsköpunar sem annars eru notaðir til að merkja seld eða frátekin listaverk á sýningum.  þeir eru varla notaðir mikið í það þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sé ekkert kreppulegt við þetta græna verk. kallar fram gleðivibrögð, bros, heimþrá,  gefur mér eitthvað til gott til að hugsa um, takk

Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:46

2 identicon

er þetta ekki einmitt tíminn sem mest er þörf fyir list..og frekar kaupa list en verðbréf fyir þá sem  eru á vergangi með sparifé í sokk..listin er góð fyrir geðheilsuna og fyrnist ekki..

Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

nákvæmlega! listin er góð fyrir geðheilsuna....ég labba oft þarna framhjá hjá Jónasi...kemur mér í gott skap að líta inn um gluggann .

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Ransu

Takk fyrir það Anna og Hrafnhildur.

Eftir síðari heimstyrjöldina fór Rene Magritte að mála mjög litríkar og jafnvel trúðslegar myndir.  Þetta tímabil í list hans var síðan kallað "íróníska tímabilið".  Magritte kunni aldrei við þá skilgreiningu.  Ætlun hans var að gleðja fólk eftir hörmungar. Og var engin írónía þar að baki.

Kv.

Ransu, 8.10.2008 kl. 00:16

5 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Allt er á hverfanda hveli. Það er verið að stokka spilin alveg uppá nýtt. Gamla nýríka Ísland græðgi, sóunar og sérhyggju er að líða undir lok.

Hver var það sem hélt því fram fyrir ekki löngu að eina óbrigðula gildi myndlistar væri peningagildið? Nú þegar bankar, gjaldmiðlar, lánstraust riða til falls í heiminum, hvað er þá eftir af gamla góða peningagildinu, síðasta vígi listarinnar?

Spilin er stokkuð og síðan verður gefið. Það er líka verið að hreinsa af borðinu. Það verður spilað eftir öðrum leikreglum en hingað til. En hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.

Á meðan ætla ég að kveikja á kerti og líta í ljóðabók sem ég fékk í jólagjöf í góðærinu en vildi ekki eyða tíma í að lesa því mér var sagt að ljóðið væri dautt.

Kristbergur O Pétursson, 8.10.2008 kl. 09:07

6 identicon

 við í listbransaum þurfum að tengja á okkur straumbreyti og sem býr til skapandi afl úr áhyggjum og áhyggjum..

Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband