5.11.2008 | 14:05
Stefna Obama í menningarmálum
Sigur Baracks Obama kann að marka nýja tíma fyrir listir, eins og svo margt annað í Bandaríkjunum. En hann er fyrsti forsetaframbjóðandi þar í landi til að gefa listum sérstakan gaum í stefnuskrá sinni.
Obama mótaði menningarstefnu (arts plank) áður en hann var valinn forsetaefni demókrata og til þess leitaði hann aðstoðar hjá menningarvitum á borð við Michael Chapon (rithöfund), Harold Prince (leikstjóra) og Agnes Grund (hjá MOMA).
Á stefnuskránni boðar Obama aukinn stuðning við listmenntun, aukin framlög til NEA (National Endowment of the arts) sem hafa verið skorin niður hjá Bush ríkisstjórninni og breytingu á skattalögum.
Afstaða Johns McCaines til menningarmála var hinsvegar sú að skera niður framlög. Það var reyndar ekki á stefnuskrá hans en hann hefur verið fylgjandi þeirri aðgerð sem þingmaður. M.a. í niðurskurði til NEA.
HÉR má lesa menningarstefnu Obama og Bidens í heild sinni.
![]() |
Obama kjörinn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Athugasemdir
Chicago hefur aldrei verið fallegri .. jákvæð orka, gleði og von....
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:34
Obama lofar góðu en kosning hans markar engin straumhvörf í menningarmálum innanlands í USA. Forsaga, stefnuskrá og loforð..heard it all before.
Kristbergur O Pétursson, 5.11.2008 kl. 21:57
leyfum honum að spreyta sig fyrst..nógur tími til að dæma...
.ég hef heyrt hann gagnrýna harðlega hvernig útreið myndlistin hefur fengið í skólum sl 8 ár..hann beitti þar mjög sterkum rökum um uppeldislegt gildi hennar sem sannfærði mig um að hann trúi í alvöru að listin skipti mjög miklu máli í uppeldi og lífi manna..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:58
Ég vona það besta en býst ekki við neinu fyrir hönd USA. Kosningaloforð eru kosningaloforð.
Kristbergur O Pétursson, 5.11.2008 kl. 23:54
Það að hafa markvissar aðgerðir sem snúa að listum á stefnuskránni sinni eru útaf fyrir tímamót þar sem að Obama er fyrsti forsetaframbjóðandi í sögu BNA sem mótar sér og boðar stefnu í þeim málum. Þannig að "Nobody´s heard it before", Kristbergur.
Ransu, 6.11.2008 kl. 00:08
Vonandi reynist það rétt. Markvissar fyrirhugaðar aðgerðir sem snúa að óteljandi málefnum innalands og utan. Obama þarf að forgangsraða. Það fyrsta sem deyr á undan miskunn drottins í harðærum er... Menningarmálin? Mogginn??? verður menning minning?
Kristbergur O Pétursson, 6.11.2008 kl. 03:26
Grafarskrift Íslands er aðvitað "Stórasta land í heimi".
Það verður hin ritaða minning um ísland því þá er hápunkturinn fyrir fallið, sem undir það síðasta fékk okkur íslenska lýðinn til að svífa á bleiku blekkingarskýi. .
Menningin mun skipta meira máli í raunverunni en hún gerði á bleika skýinu.
Hins vegar erum við enn að átta okkur á að við séum dottin af skýinu og erum að leita fyrir okkur.
Þetta á við um flest vesturlönd og er kosning Obama er vonandi fordæmi fyrir breytta tíma. CHANGE, eins og plakatið segir.
Það á hlýtur líka að eiga við um listir og menningu.
Ransu, 6.11.2008 kl. 09:37
í fallinu gætu frábærir hlutir gerst EF menn fara ekki beint í að leita að nýju bleiku blekkingarskýi..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.