Endurreisnin hafin - Hin ýmsu tól Leonardos da Vincis

slattur

Ég skoðaði sýningu í Gallerí 100°, Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi, á hlutum sem smíðaðir voru eftir verkfræðiteikningum á uppfinningum Leonardos da Vincis.

 Þetta eru stórskemmtilegir gripir fengnir að láni úr Vinci safninu á Ítalíu og á margan hátt viðeigandi sýning, eins og áminning um að endurreisnin sé hafin á ný (þó í annarri mynd).

Þarna má sjá vatnsknúna sög sem virkar eins og vélsög C--Documents and Settings-smfr.vallargerdi-Local Settings-Temporary Internet Files-Content.IE5-YFO62MEN-DVinci_web[1].pdf - Adobe Readerbyggingarkrana, prentvél, tjakk, svifvél og svo eru það auðvitað stríðstólin, en da Vinci hannað margskonar drápstól fyrir Lúðvík Fursta af Mílano. 

Mörg drápstólin eru ansi frumleg, s.s. hríðskotabyssa (sjá mynd t. h.) -við eru að tala um tímabilið 1482-1499, brynvagn (sjá neðri mynd og á teikningu), hjólknúinn árásarstiga (til að klífa virkisveggi) og svo greip ein eftirmynd af teikningu athygli mína sem virkar eins og fyrsta sláttuvélin en var árásartól. Þ.e. að fjórum blöðum, eins og sigð, er ýtt áfram af hesti en hugmyndin er að saxa óvini þannig í spað.  Máski hefur þetta svo þróast yfir í sláttuvél (sjá teikningu uppi).

brynvagnHeyrði einnig góða sögu um brynvagninum (sjá á mynd t.v.). Hann var smíðaður  í fullri stærð af verkfræðingi í sjónvarpsþætti eftir lýsingum og teikningum Leonardos, en þegar allt kom til alls að þá virkaði hann ekki. 

Þetta þóttu þáttargerðarmönnum rýra gildi uppfinninga meistarans en ákváðu að leita eftir áliti einhvers Leonardo sérfræðings. Sérfræðingurinn skoðaði smíðina benti þeim á að gera nokkrar breytingar og þá virkaði brynvagninn vel.

Þannig er mál með vexti að á dögum Leonardos voru engin höfundarréttarlög og heldur ekki gott ef óvinir komust í vopnahönnunina svo að Leonardo bjó til villur í verkfræðiteikningarnar sem eingöngu hann og hans nánustu vissu af.

HÉR er hlekkur á síðu Gallerís 100°, en þar má lesa um sýninguna og skoða myndir af gripunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband