Föðurtilfinningin

Þetta er vel valið þótt ég viti ekki hverjir aðrir sóttu um Dungal-styrkinn.

Það hefur eitthvað með aldurinn að gera, en ég fæ orðið einhverskonar föðurtilfinningu þegar ég sé að listamenn sem ég hef þekkt frá því að þeir voru í LHÍ fá viðurkenningar eða vegnar vel í listinni (sem þarf ekki endilega að vera háð peningum).

Mér er sérlega minnistætt þegar ég sýndi í fyrsta sinn hér heima. Það var í Nýló ásamt 7 öðrum nýútskrifuðum listamönnum frá Hollandi (ég var reyndar enn á lokaári). Þá kom Birgir Andrésson til mín svo sæll og glaður yfir þessum nýju listamönnum og játaði að hafa svona föðurtilfinningu, einhver ánægja með að kyndlinum verði haldið áfram logandi á lofti.  Hann var þá á svipuðum aldri og ég er núna.  Ég fékk þessa sömu tilfinningu á Grasrótarsýningunni á Hjalteyri (fyrst og fremst vegna þess að hún var sérlega vel heppnuð) og hún kitlaði mig aftur þegar ég las um úthlutunina.

Verst að hafa ekki mætt á staðinn en ég bara gleymdi þessu (Það hefur máski líka með aldurinn að gera?).

Bjarki   Bjarki Bragason, sem hlaut 500.000 kr. styrkinn er aktivisti, iðinn í félagsstörfum og pólitískt þenkjandi listamaður. Myndin fyrir ofan var á sýningu hans í Auga fyrir auga og var tekin við Kárahnjúkavirkjun.

Ragnar   Ragnar Jónasson er póstmódernpopp og skrípóabstrakt. Hann er af áþekkum skóla og Davíð Örn sem hlaut Dungalstyrkinn stóra í fyrra.  Hann teygir málverkið í objekta.  Þetta verk hans er af sýningu í Skaftfelli.

sirraploster   Sirra Sigrún Sigurðardóttir er öllu stálpaðri en "drengirnir" tveir. Hún hefur verið lengur að og er á meðal forsprakka Kling & Bang gallerís. Hún á eina af áhugaverðari sýningunum þetta árið, Óvissulögmálið,  sem hún hélt í Kling & Bang á Listahátíð. Myndin er þaðan.


mbl.is Þrír myndlistamenn fá styrk úr Listasjóði Dungals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband