Draumurinn um Marcel og Maríu

LouiseBrooks2-thumbDreymdi einkennilegan draum.

Ég var að gera heimildarmynd um Þýska söngkonu sem hét Maria Cholla (nafnið Cholla hefur væntanlega geymst í undirvitundinni frá því að ég bloggaði um listahestinn Cholla sem málar eins og K. Davíðsson). Ég var í heimildarsöfnun því draumurinn gerðist í nútímanum en Maria Cholla mun hafa verið söngkona frá tíð nasista og hliðholl þeim (Í draumnum gaf ég henni útlit Louise Brooks, sem er ein af mínum uppáhalds leikkonum).

duchamp-fumant-pHeimildarsöfnunin fólst í því að tala við gamalt fólk sem þekkti til söngkonunnar, róta í myndum og lesa bréf.  

Í einum myndakassa rakst ég á tvær hrörlegar svarthvítar ljósmyndir af Franska listamanninum Marcel Duchamp.

Önnur myndin var tekin innivið. Marcel sat á stól og Maria stóð yfir honum. Þau voru augljóslega nánir vinir að ræða eitthvað mikilvægt.

Hin myndin var tekin utan við eitthvert leikhús þar sem Maria var að skemmta (sá það á ljósaskiltinu) og í tröppunum stóð Marcel flóttalegur á svip).

Heimildarsöfnunin leiddi mig á nýjar slóðir og út frá bréfum og nokkrum frekari samtölum komst ég að því að Marcel Duchamp var njósnari fyrir nasista! (Reyndar smá tímaskekkja í þessu, en það er allt í lagi í draumum)

Allt þetta ready-made avant-garde dót sem hann gerði og gerbylti myndlistinni, og lagði grunninn fyrir Popplist og konseptlist, var bara plat og pólitískt plott til að komast inn í innsta hring andspyrnunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir fylgjendur Marcel Duchamp eiga margt sameiginlegt með nasistum, trúin á einn sannleik, óumburðarlyndi gagnvart frjálsri listsköpun (það er bannað að efast um hugmyndir Duchamps) ,klæðast uniformum eins og hermenn sannleikans (palistínutreflum og skríttnum gleraugum og versla fötin hjá spútnik og endurtaka lærðar klisjur eins Hitlers æskan) og stefna á heims yfirráð. Undirmeðvitund þín er að segja þér ákveðin sannleik Ransu.

Andspyrnumennirnir eru dauðir, við búum í Duchamp kunst-jugend heimi.

judas (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Ransu

Har, har, har.

Takk fyrir þessa ígrunduðu draumráðningu Júdas.

Ég sem hélt að þetta hefði eitthvað með list, góðæri og kreppu að gera.

Ransu, 28.1.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vaknaðirðu þarna? Þetta var að verða svo spennandi. Gæti verið efni í kvikmynd, en það er svo sem eftir mér að segja það.

Villi Asgeirsson, 29.1.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: Ransu

Jamm, vaknaði akkúrat þegar ég uppgötvaði að Duchamp væri njósnari nasista og rann upp fyrir mér að listin hans hafi verið plat.

En talandi um kvikmyndir, að þá var greinileg "The Third Man" stemmning yfir þessu öllu.

Ransu, 29.1.2009 kl. 13:43

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Spurning með að skoða þetta. Gera eitthvað skemmtilegt úr þessu. Ætli sé hægt að gera skemmtilega dimma film noir á Íslandi fyrir næstum ekkert?

Villi Asgeirsson, 29.1.2009 kl. 13:52

6 Smámynd: Ransu

Kannski að Film noir í Cassavetes-stíl gæti verið frumlegt og ódýrt?

Ransu, 29.1.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband