Stefgjöld og veraldarvefur

wikiFór á stefnulaust hádegisspjall sem er á hverjum föstudegi.

Umræðan snérist mikið um stefgjöld. En þau hafa verið til skoðunar um stund.

Reglur um stefgjöld vegna myndabirtinga á listaverkum  geta verið tvíblendnar.

Stefgjöld sporna gegn því að myndlistarverk séu misnotuð í auglýsingaskyni. 

Hins vegar hefta þau útbreiðslu á kynningarefni um myndlist.

Skólar mega til að mynda ekki sýna verk listamanns í kennslu nema að greiða stefgjöld og þá minnkar það möguleika á að myndlist sé notuð í námi nema þá að skólar brjóti regluna sem/og margir gera. 

Samtímalistamenn hafa ekki mikinn hagnað af stefgjöldum (Ég vil samt undirstrika mikilvægi þess að sporna gegn misnotkun á myndlistarverkum í auglýsingaskyni).  Ég fékk greiddar einhverjar 3500 krónur síðastliðinn desember frá Myndstefi vegna eftirmyndar af málverki sem birtist í kennslubók í Íslensku sem var gefin út árið 2006 (það eru verk eftir 20 listamenn í bókinni og hafa stefgjöldin verið 2 ár að komast á þeirra reikning). Þó kann að vera að ættingjar listamanna eins og Kjarvals eða Jóns Stefánssonar muni um stefgjöldin, sem kemur að öðru máli sem snertir síðustu bloggfærslu mína.

Hvers vegna ætli Listasafn Íslands eða álíka stofnanir sem eiga að standa vörð um menningarsögu okkar og kynningu hafi ekki ráðið einhvern tímabundið til að skrá efni um lykillistamenn þjóðarinnar  á ensku á veraldarvefinn Wikipedia álíka ítarlega og ég sá gert með grein um Einar Hákonarson, sem var þá einkaframtak?

Wikipedia er einhver fjölsóttasti vefur sem um getur og staður til að geyma slíkt kynningarefni.

Spila stefgjöld þar inn í eða bara áhugaleysi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snúið stöff, eins og allt svona réttinda.

Hvað gerist ef listamaður birtir opinberlega leyfi til nota á verkum sínum í kennsluefni?

Eiga copyleft leyfi við um ísl. myndlist? http://creativecommons.org/

Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Ransu

Hann hlýtur að geta það upp á eigin áhættu, Kristleifur.  Alveg eins og að hann getur vottað opinbera notkun á listaverki án gjalds. T.d. á veraldarvefnum.

Ég man að Siggi Pönk gaf út áróðursbók sem stóð (þar sem copyright er jafnan í bókum) "Bók þessa má afrita og nota með hvaða hætti sem er".

Einnig stóð (man samt ekki alveg orðrétt) "Allt efni sem ég nota annarsstaðar frá er bara brandari", og átti það að duga gegn lögsóknum.

Veit samt ekki hvernig það virkar.

Ransu, 30.1.2009 kl. 21:46

3 identicon

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér creative commons þá mæli ég sterklega með þessari stórskemmtilegu 20 mínútna kynningu.

Björgvin Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 01:35

4 Smámynd: Ransu

Takk fyrir það Björgvin.

Ransu, 31.1.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband