Kjánaleg hugmynd

kjarvalboðÁskorun Kjartans Ólafssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að bankarnir selji um 4000 listaverk úr safni sínu er hreint út sagt kjánaleg.

Kjartan virðist álíta að huglægt verðmat listaverkanna upp að átta milljarða króna standist þegar þeim yrði öllum hrint út á markaðinn.

Þetta yrði eins og með bílaflotann hjá Glitni sem fór á einn fjórða af áætluðu verði. Nema að listaverkaflóð frá bönkunum mundi að auki stórskaða fyrirtæki eins og Fold, Borg, Stafn, Turpentine og mörg fleiri. Og sennilega valda gjaldþroti einhverja slíkra fyrirtækja sem nú berjast í bökkum

Það breytir engu þótt verkin yrðu seld með reglulegu millibili, eins og Kjartan leggur til. Myndlistarmarkaðurinn er í lamasessi eftir efnahagshrunið og 4000 listaverk í rýmingarsölu mundu skemma hann endanlega.

Auk þess er það framandleg firra að halda að til séu kaupendur fyrir þessi 4000 listaverk á einu bretti, nema þá kannski að menn fái tíu fyrir tvö.


mbl.is Listaverk föllnu bankanna verði seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála.  Það á ekki að setja myndlistarverk bankanna/þjóðarinnar á brunaútsölu hvað sem allri kreppu líður.

Aldís (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 22:34

2 identicon

Eigum við ekki bara byrja á málverkum og listaverkum í eigu Alþingis. Ég tek undir orð Kjartans: ,,Þjóðin þarf á þeim fjármunum að halda sem falin eru í þessum listaverkum". Hann telur að markaður sé fyrir hendi (hvernig sem sú niðurstaða er fengin).

Ef salan gengur jafnvel og Kjartan gefur í skyn, þá er ekkert til fyrirstöðu að hreinsa almennilega til öðrum í ríkisstofnunum, ráðuneytum og ríkisbönkum.

Svona fyrir forvitnissakir, hvaða verð væri hægt að fá fyrir málverk Gunnlaugs Blöndal af þjóðfundinum 1851?

Hvað myndi fást fyrir portrettmynd af Jóni Sigurðssyni sem hangir uppi í fundarsal Alþingis?

Hanna Rún (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:15

3 Smámynd: Ransu

Já, góð spurning hvað hægt væri að fá fyrir portrettið af Jóni eða Þjóðfundinum.  En það færi sennilega eftir því hvort listaverkin væru seld samhliða öðrum 4000 eða ekki.

Máski gæti alþingi og bankar líka sameinast um listaverkaleigu. Þú leigir eina nýja mynd og færð tvær gamlar með.

Ransu, 12.3.2009 kl. 08:46

4 identicon

Var ekki slegist um íslensk listaverk á uppboði hjá einhverju gallerýinu í síðustu viku?  Af hverju ekki að reyna með þessi líka?

Kolbrún (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 16:00

5 Smámynd: Ransu

Hef ekki heyrt að slegist væri um listaverk þessa dagana.

Hvað þá að þau séu að fara á matsverði.

Ransu, 12.3.2009 kl. 16:54

6 identicon

Mikið af samtíma "hype"inu sem bankarnir dældu peningum í á síðustu árum er orðið afskaplega verðlítið, þó svo að frétttafluttningi af myndlist sé handstýrt á íslandi vita þeir sem vita eitthvað að það hefur orðið gríðarlegt verðhrun á samtímalist um allan heim. Byrjum frekar á því að afnema listamannalaun, ég held að við viljum ekki ríkisrekna meðalmensku, á ekki annars að taka á sérhagsmunum í þessu þjóðfélagi? Þar með talið hjá samtímalistamönnum? Þökk sé kreppunni minkar vonandi framboð á lélegri list, nóg var víst framboðið í "góðærinu".

kv.

judas (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Allt í málflutningi þessa manns er út í hött og lýsir fádæma kunnáttuleysi og réttast sagt grunnhyggni hans. Að velta svona fjölda dýrra listaverka, og nú tölum við ekki bara um málverk, heldur og höggmyndir, dýrar "persneskar" mottur, bækur, skjöl, frímerkja og myntsöfn, húsgögn og fleira í þessum dúr - væri til að rústa íslenskum listaverkamarkaði. Sanngjarnt verð myndi aldrei nást og það að ofmata listaverkamarkaðinn myndi hreinlega vera skaðlegt fyrir listina. Ljóst er að mörg listaverkanna sem eru í eigu bankanna eru af slíku menningarsögulegu verðmæti að rétt er að hafa þau undir smásjá og vera fulkunnugt um afdrif þessara.  Réttast þykir mér er að Listasafn Íslands fái muni og listaverk þessi til skráningar og vörslu.  Þetta er þjóðareign.

Baldur Gautur Baldursson, 19.3.2009 kl. 07:59

8 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þessi verk voru upphafa keypt fyrir þjóðarfé. Það er eðlilegt að þau séu áfram í eigu þjóðarinnar. Ég stórefnast um að þau hafi verið seld með bönkunum á réttu verði á sínum tíma enda bankarnir afhentir einkaaðilum fyrir slikk. Útrásarvíkingarnir og fyrirverandi einkabankar þeirra tapa ekkert á því þó ekki verði greitt fyrir listaverkin sérstaklega í þrotabúin vegna þess að greiðslan færi bara upp í yfirteknar skuldir sem ríkið borgar hvort eð er. Að borga sérstaklega fyrir listaverkin væri bara að færa aurinn úr hægri vasanum í þann vinstri eða öfugt. Nær væri að lýsa þau þjóðareign með lögum. Svo mætti gera þessa arfleifð íslenskrar listasögu aðgengilega almenningi og setja upp á varanlegum sýningum.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 21.3.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband