Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.11.2008 | 10:59
Tillaga að breytingu á lögum um skatt vegna gjafa listamanna
Listamenn eru duglegir að gefa vinnu sína og frábært hjá Bubba og öðrum sem ætla að troða upp í Laugardagshöll til að lifta anda íslendinga á efri hæðir á krepputímum.
Ég hef verið að spá í tillögu Patricks Leahy þingmanns í Bandaríkjunum varðandi breytingar á lögum um skatt vegna gjafa listamanna og hvort þessi tillaga gæti hentað okkur á Íslandi eða mætti sníða öðruvísi að okkur, en þessar breytingar eru m.a. á stefnuskrá Baracks Obama.
Tillagan fellst m.a. í því að þegar listamaður gefur listaverk til stofnunar að þá geti hann lagt kostnað til skatts sem miðast við markaðsverð en ekki útgjöld til efnis.
Það er auðvitað meiri hefð fyrir því í Bandaríkjunum að menn gefi verk til safna eða liststofnana en er hér. En mér datt hins vegar í hug hvort þessi tillaga gæti ekki líka gengið vegna góðgerðamála.
Margar stofnanir hafa ekki efni á að versla list en þyrftu svo sannarlega á listrænu umhverfi að halda. Og segjum að ef ég gæfi málverk til Barnaspítala Hringsins eða á eitthvert heimili fyrir fatlaða, að þá mundi ég geta skrifað markaðsverðið sem kostnað.
Ég hef af og til gefið málverk þegar haldin eru uppboð til góðgerðamála, en það er nokkuð langt um liðið síðan ég jánkaði slíkri bón, og hef ástæðu fyrir því sem ég ætla ekki út í hér. En margir myndlistarmenn eru viljugir til að gefa verk til góðgerðamála.
Ég þekki líka marga tónlistarmenn, leikara ofl. sem eru með uppákomur á góðgerðasamkomum án þess að taka greiðslur fyrir.
Ég las þessa þingtillögu Leahys og hjó sérstaklega eftir því að hann talar um "Qualified artistic charitable contibution". Sem merkir að hver sá sem rissar eitthvað á blað eða blæs í lúður á ekki endilega rétt á að fá markaðsverð metið sem kostnað.
Þetta er stéttarfélagslegs eðlis svo að þetta ætti ekki að fara úr böndunum.
Tillaga Leahys miðast líka við eitthvað lágmark og þar sem engin rökræn verðmyndun er á myndlist á Íslandi að þá þyrfti að búa til einhver viðmið.
HÉR er sjálf tillagan eins Leahy lagði hana fyrir þingið.
HÉR er líka sagt frá henni á Wikipedíu
Myndin er af Leahy.
Bubbi þarf tvær milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 14:05
Stefna Obama í menningarmálum
Sigur Baracks Obama kann að marka nýja tíma fyrir listir, eins og svo margt annað í Bandaríkjunum. En hann er fyrsti forsetaframbjóðandi þar í landi til að gefa listum sérstakan gaum í stefnuskrá sinni.
Obama mótaði menningarstefnu (arts plank) áður en hann var valinn forsetaefni demókrata og til þess leitaði hann aðstoðar hjá menningarvitum á borð við Michael Chapon (rithöfund), Harold Prince (leikstjóra) og Agnes Grund (hjá MOMA).
Á stefnuskránni boðar Obama aukinn stuðning við listmenntun, aukin framlög til NEA (National Endowment of the arts) sem hafa verið skorin niður hjá Bush ríkisstjórninni og breytingu á skattalögum.
Afstaða Johns McCaines til menningarmála var hinsvegar sú að skera niður framlög. Það var reyndar ekki á stefnuskrá hans en hann hefur verið fylgjandi þeirri aðgerð sem þingmaður. M.a. í niðurskurði til NEA.
HÉR má lesa menningarstefnu Obama og Bidens í heild sinni.
Obama kjörinn forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.11.2008 | 13:04
Ævintýri líkast
Forsetakosningar BNA eru ævintýri líkast.
Einhver listrænn fótósjoppari á heiðurinn að þessari.
Hún ferðast nú um í netheimum.
Obama sigraði í Dixville | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 21:25
Bravó Snorri
Flott hjá Snorra Ásmundssyni, myndlistarmanni, að laumast inn á blaðamannafund og rétta Geir H. Haarde uppsagnarbréf Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra.
Gjörningur sem margir hafa hugsað réttmætan eftir gærkvöldið en ekki látið sér detta í hug að segja manninum bara upp sjálfir.
"Einhver varð að gera þetta" segir Snorri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2008 | 17:05
Drepinn í nafni myndlistar
Árið 2007 hélt listamaður, Guillermo Vargas Habacuc, sýningu í heimalandi sínu, Kosta Ríka sem hét "You are what you read". Á sýningunni batt hann hund við vegg án drykkjar og matar þar til hann svalt til dauða.
Á veggnum var titill sýningarinnar skrifaður með hundakexi.
Eftir sýninguna svaraði Vargas ásökunum þannig að öllum væri skítsama ef hundurinn væri að svelta á götunni. Og benti svo á að sýningargestir hefðu vel getað skipt sér að hundinum og gefið honum að borða eða drekka.
Það er út af fyrir sig einkennilegt að fólk hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í galleríinu. En varla horfir maður á sveltandi hund með sama hætti og maður horfir á málverk eða höggmynd.
Hins vegar er listamaðurinn augljóslega alvarlega siðblindur (og galleríisti hans líka).
Á netinu gengur nú um beiðni sem er beint til skipuleggjanda á Honduras biennalnum, en þar stendur til að Vargas endurgeri verkið og er óskað eftir því að honum verði meinað að gera það. Að annar hundur verði ekki drepinn í nafni myndlistar.
Yfir milljón manns hafa skrifa undir beiðnina.
http://www.petitiononline.com/ea6gk/petition.html
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
10.4.2008 | 11:16
Listaverk í hættu
Byggingaverktakar í Nýju Mexíkó eru greinilega í samskonar útþenslu og menn hafa verið á Íslandi síðustu ár og að virðist mun engin kreppa halla á þá þarna í Nýju Mexíkó. En þannig er mál með vexti að ásókn í að byggja á svæði sem nær til umhverfislistaverksins "The Lightning field" sem Walter de Maria gerði árið 1977 hafi hrist upp í DIA center í Bandaríkjunum sem nú hyggst safna yfir milljón dollurum til að kaupa landsvæðið svo að listaverkið fái að vera um kyrrt. Eða allavega ekki í miðri húsaþyrpingu.
Frá þessu greinir artforum.com og Art Newspaper, en stofnunin ku þegar búin að safna 900 þúsund dollurum til þessa.
Eldingasvæði de Maria er á "eldingasvæði. Verkið afmarkar landsvæði með 400 staurum sem standa 6 metra upp í loft og taka við eldingum sem slá niður.
DIA Center eða DIA art foundation er "non-profit" stofnun sem stuðlar að uppbyggingu myndlistar og verndun myndlistarverka.
Á heimasíðu DIA http://www.diacenter.org/ er einnig ákall til listunnenda vegna tillögu sem liggur fyrir hjá yfirvöldum í Utah um að leita eftir olíu í grennd við umhverfislistaverk Roberts Smithsons, The Spiral jetty, sem gæti vel innsiglað endalok þessa listaverks. Fylkisstjórn Utah mun taka ákvörðun um þetta málefni í næsta mánuði.
The Spiral Jetty er eitt þekktasta umhverfislistaverk sem um getur og er spírall sem gengur inn í Stóra Saltvatnið (The Great Salt Lake) í Utah.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 09:40
Bannað að mála Barack Obama
Miami er ekki staður demokrata í Bandaríkjunum, en hann hefur verið vaxandi vettvangur myndlistar og býður upp á eina stærstu myndlistarkaupstefna sem sögur fara af, "Art Basel Miami ".
Pólitík og myndlist skárust í Miami nú á dögunum þegar listamaður að nafni Serge Toussaint sem var ráðinn til að mála veggmynd í tilefni af degi Martins Luthers King Jr. og málaði mynd af King og Barack Obama.
Honum var svo skipað af yfirvöldum (sem réðu hann líka til verks) að stroka Obama út af myndinni, sem hann gerði með því að hvíta hann allan, "whitewashing the presidental candidate", eins og greinarhöfundur í NY arts magazine kallaði aðgerðina.
Svar Toussaints við þessu var líka flott; ''What's the point of painting Martin Luther King Jr. if you can't paint his dream?''
Hlekkur á fréttina í Miami Herald: http://www.miamiherald.com/news/miami_dade/story/482290.html
21.1.2008 | 21:42
Uppistand
Hef það frá traustum aðila að þegar veisla fyrir Erró var haldin í Höfða um helgina hafi Dagur, fyrrverandi borgarstjóri, verið með hálfgert uppistand, og verið hrókur alls fagnaðar.
Ekki seinna vænna fyrir listamanninn margrómaða að fá veisluna og borgarstjórann unga í boðið, því þótt að uppistand Ólafs og Vilhjálms á Kjarvalsstöðum í kvöld hafi verið bráðfyndið að þá virkaði það samt eins og upphafið á endanum á langdregnum skrípaleik.
Ólafur og Vilhjálmur stýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)