Færsluflokkur: Menning og listir

Shepard Fairey handtekinn

FaireydangerBandarski listamaðurinn Shepard Fairey (sjá mynd t.v.), sem ég bloggaði um HÉR fyrir stuttu, var handtekinn  í Boston um helgina fyrir að skemma almenningseign. En Fairey er kunnur fyrir að gagnrýna stóra bróður samfélagið með veggjalistaverkum.

Fairey er á sama tíma að setja upp sýningu í Samtímalistasafninu í Boston sem hann tvinnar saman við götulist sína og handtakan máski óheppileg vegna undirbúningsins.

Fairey er kunnur innan síns geira sem/og fyrir hönnun á plakötum. þekktust eru þó plakötin "Hope" og "Progress"af Barack Obama sem birtist á forsíðu Time.

faireyhopeHann stendur stendur um þessar mundir í ströngu vegna málaferla um höfundarrétt við The Associated Press, en myndin sem hann byggði portrettið á var upphaflega fréttamynd.  Hins vegar breytir hann stöðu Obama og styðst eingöngu við hluta fréttamyndarinnar.

Fairey byggir mál sitt á lögum um "Fair Use".

Nánar um handtökuna HÉR og um málaferlið HÉR.


Spennandi samanburður

Svo virðist sem að öll kvikmyndaverðlaun fyrir enskumælandi myndir séu hægt stígandi undirverðlaun fyrir óskarinn.  Og væri einkennilegt ef Slummdog millionair, Kate Winslet og Mickey Rourke fari ekki heim með óskar eftir BAFTA.

brandostreet3      rourke9

Ég las skemmtilega gein þar sem verið var að bera saman Mickey Rourke og Marlon Brando í New York Magazine.

brando5Mér þótti það aðallega skemmtileg lesning vegna þess að ég hef verið að hugsa um þennan samanburð sjálfur. Báðir leikararnir eru dæmigerðir "Hollywood Bad boys", þvöglumæltir með sjálfseyðingarhvöt á háu stigi og höfðu súpersexappíl strax í fyrstu myndum sínum en löskuðu á sér andlitin í boxi. 

Reyndar var Brando bara að æfa með félaga sínum á meðan Rourke gerði feril úr því að láta hamra á andliti sínu. Hins vegar harðneitaði Brando að láta laga á sér nefið þegar félagi hans braut það í ógáti.  Brando hafði ætíð fyrirlitið hve fallegur hann var og brotið nef gaf honum nýjan karakter.  Hann minnist meira að segja á brotið nef sitt í myndinni On the Waterfront (þar sem hann lék uppgjafa boxara). Og er augljós munur á nefi Brandos í þeirri mynd og í t.d. í A Streetcar named desire.

Við þetta bættist svo átfíkn og eiturlyf. Engu að síður að þá hefur Brando verið minn uppáhalds leikari síðan ég sá On the Waterfront fyrst á unglingsárunum. Og eftir Last Tango in Paris var ekki aftur snúið með Marlon Brando í efsta sætið.

rourke7Fast á hæla hans á þeim árum kom Mickey Rourke. Hann var þá nýr og oft líkt við Brando sem þá var lifandi goðsögn og hættur að leika.

 Rourke var ofursvalur, eins og Brando, í Diner, Pope of Greenwich village og Rumble Fish. Ég var líka heillaður af honum í The Year of the Dragon (en hef ekki séð myndina síðan á unglingsárunum, svo að hún kann að vera slakari en mig minnir). Toppurinn er Barfly. Þar sýndi Rourke svaka takta, enda lék hann listamann með sjálfseyðingarhvöt á háu stigi.

Líkt og Brando, að þá hvarf Rourke af sjónarsviðinu um tíma, en ólíkt Brando að þá varð hann ekki goðsögn.  Hann gleymdist bara en vaknaði aftur til lífsins í Sin City (bjargaði þeirri mynd gersamlega) og er augljóslega búinn að sanna sig á ný í The Wrestler (Djö... hlakka ég til að sjá hana).

Brando átti reyndar fjóra Gullhnetti (eftir 9 tilnefningar), fjórar BAFTA styttur (eftir átta tilnefningar) og tvo óskara (eftir átta tilnefningar) í fartöskunni þegar hann dó.

Rourke hefur nú fengið sinn fyrsta Gullhnött og fyrstu BAFTA verðlaun og fær vonandi sinn fyrsta óskar síðar í mánuðinum.


mbl.is Slumdog Millionaire með sjö BAFTA verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð og kynfærin

michelangelo_david2David eftir Michelangelo er eitthvað magnaðasta listaverk sem um getur.

Tveir listamenn höfðu þegar ráðist í að gera styttu af Davíð úr marmarablokkum frá Carrara, en það var Michelangelo, þá á tuttugasta og sjötta ári, sem tók að sér verkefnið og kláraði árið 1504 og nýtti til þess marmarablokkina upp á millimetra.

Kynfæri Davíðs hafa ætíð verið mönnum hugfangin, en nektin vísar til gamla testamentisins, Fyrri Samúelsbók 17;38-39:

"Og Sál færði Davíð í brynjukufl sinn og setti eirhjálm á höfuð honum og færði hann í brynju. Og Davíð gyrti sig sverði sínu utan yfir brynjukuflinn og fór að ganga, því að hann hafði aldrei reynt það áður. Þá sagði Davíð við Sál: "Ég get ekki gengið í þessu, því að ég hefi aldrei reynt það áður." Og þeir færðu Davíð úr þessu."

Nektin var einnig mikilvægur partur af Grísku klassíkinni sem endurreisnarmenn eins og Michelangelo horfðu til. Þar voru fullkomin hlutföll í fyrirrúmi en ekki mikilfengleikinn og er það ástæðan fyrir því að kynfæri á fígúrum listaverka voru jafnan í smærri kantinum.  Þ.e. að þeim var ekki ætlað að sýna "karlmennskuna" heldur vissan guðdómleika eða sakleysi. En Grikkir álitu stór kynfæri vera "dýrsleg". Og á tímum Grikkja að þá voru guðirnir "mannlegir".

david laufMáski hefðu deilur um styttuna verið fleiri ef kynfærin væru stærri, en þau virtust ekki valda Medici mönnum né klerkum miklu hugarangri á sínum tíma, þótt einhverjar hugmyndir eru uppi að hún hafi ekki verið sett upp í kirkjunni heldur á torginu vegna þess að nektin ætti ekki erindi í kirkjuna og styttan einfaldlega of mögnuð til að leyfa fólki ekki að njóta hennar.

Hins vegar eru fleiri sem ætla að styttan hafi verið sett á almennari stað bara vegna þess hve mögnuð hún er.

Þessi nekt hefur ekkert að gera með klám.  En stóri bróðir er ætíð vakandi og telur að verja þurfi manninn fyrir hugsanlegum hugsunum og eyðir myndum sem sýnir saklausa nekt.

Þá leika menn sér við að hylja nektina með skondnum hætti.  En kynfæri á styttunni af Davíðs hafa svosem verið hulin áður og það í raunveruleikanum. Þá var það sérsmíðað lauf sem var hengt yfir kynfærin. En það var reyndar eftir ritskoðun yfirvalda en ekki til að forðast ritskoðun þeirra.


mbl.is Nektin hulin til að forðast ritskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynning um Tómt

tomt _ransuFRÉTTATILKYNNING (eins og hún birtist frá Gallerí Turpentine)
 
Á föstudaginn klukkan 17.00 opnar JBK Ransu málverkasýningu í nýju húsnæði Gallerís Turpentine að Skólavörðustíg 14, Reykjavík.
 
Sýningin heitir „Tómt"og samkvæmt Ransu þá var fræinu fyrir þessum verkum sáð á málverkasýningu Kristjáns Davíðssonar í Listasafni Íslands árið 2007, en listamaðurinn heillaðist sérstaklega að þeim verkum Kristjáns sem voru byggð upp við jaðar myndflatarins þannig að eyða formaðist á fletinum miðjum.
 
Hugmyndin um verk þar sem hin eiginlega mynd verður tómið sjálft gerjaðist hjá listamanninum næsta árið. En þess má líka geta að austurlensk speki hefur verið honum hugleikin síðastliðin áratug þar sem tóm spilar mikilvæga rullu.
 
Sumarið 2008 fengu þessar vangaveltur Ransu loks á sig formræna mynd og jafnvel tilverurétt þegar hann var staddur í Króatíu í leiðsögn hjá safnstjóra um nútímalistasafnið í Dubrovnik.  Þar mátti sjá króatískan expressjónista, abstrakt expressjónista, mínimalista, op listamann, ný-expressjónista og þar fram eftir götunum. Eftir að hafa gengið safnið þvert og endilangt upplifði Ransu eins og að öll listaverkin þar inni væru tóm og að eðli nútímalistasafna þjóða væri að samsama sig gefnum staðli með sínum listamönnum sem passa inn í hnattvædda listasögu.
 
Þetta verður í fjórða sinn síðan í sumar að Ransu sýnir verk undir yfirheitinu „Tómt". Það fyrsta var veggmynd í Galerija Otok í Dubrovnik, í annað skiptið voru það veggmynd og pappírsverk í Jónas Viðar gallerí á Akureyri og þriðja skiptið sýndi hann pappírsverk á sýningunni Journey to the Center í Broadway gallery í New York.
Þetta er hins vegar í fyrsta sinn að listamaðurinn útfærir hugmyndina í málverk.

Aðeins um klisjuna

nickÉg skrifaði gagnrýni sem birtist í Mogganum í dag um sýningu Ásmundar Ásmundssonar, Hola, í Hafnarhúsinu, undir yfirskriftinni "Klisjan í steypunni".

Mig langar því aðeins til að útskýra klisju þar sem ekki gafst pláss til þess og ástæðulaust að greina klisjuna frekar í þeirri grein að öðru leyti en "listamaðurinn sýður saman gjörninginn, objektið og rýmið eftir hárréttri uppskrift".

Ég hlusta nær alltaf á X-ið þegar ég ek bíl.  Þar eiga útvarpsmenn til að gera grín að klisjukenndri músík sem er spiluð á FM, s.s. Britney Spears eða eitthvað þessháttar dillipopp sem gert er eftir uppskrift.

Mér þykir þá jafnan kómískt þegar útvarpsmenn X-ins hafa "dissað" dillipoppið sem klisju og láta svo eitthvað rokk í tækið sem er í sjálfu sér nákvæmlega sama klisjan, bara rokkklisja. Ég er svo þannig gerður að mér líkar rokkklisjur betur en FM klisjur.

Klisjan er yfirgripsmikil í dægurlistum og tröllríður myndlistinni alveg eins og  í tónlistar og -kvikmyndaiðnaði.  Þ.e. spurningin um að gera það sem þú veist fyrirfram að virkar vegna þess að það hefur virkað hingað til.

Ég tek þó fram að Ásmundur notar klisjuna með öfgafullum hætti, máski eins og Weird Al Jankovich, Ali G. og einna helst Andy Kaufman, heitinn.

Myndin sem ég birti með færslunni er af Nick Nolte í kvikmyndinni New York stories sem var pínleg listamannaklisja.


Stefgjöld og veraldarvefur

wikiFór á stefnulaust hádegisspjall sem er á hverjum föstudegi.

Umræðan snérist mikið um stefgjöld. En þau hafa verið til skoðunar um stund.

Reglur um stefgjöld vegna myndabirtinga á listaverkum  geta verið tvíblendnar.

Stefgjöld sporna gegn því að myndlistarverk séu misnotuð í auglýsingaskyni. 

Hins vegar hefta þau útbreiðslu á kynningarefni um myndlist.

Skólar mega til að mynda ekki sýna verk listamanns í kennslu nema að greiða stefgjöld og þá minnkar það möguleika á að myndlist sé notuð í námi nema þá að skólar brjóti regluna sem/og margir gera. 

Samtímalistamenn hafa ekki mikinn hagnað af stefgjöldum (Ég vil samt undirstrika mikilvægi þess að sporna gegn misnotkun á myndlistarverkum í auglýsingaskyni).  Ég fékk greiddar einhverjar 3500 krónur síðastliðinn desember frá Myndstefi vegna eftirmyndar af málverki sem birtist í kennslubók í Íslensku sem var gefin út árið 2006 (það eru verk eftir 20 listamenn í bókinni og hafa stefgjöldin verið 2 ár að komast á þeirra reikning). Þó kann að vera að ættingjar listamanna eins og Kjarvals eða Jóns Stefánssonar muni um stefgjöldin, sem kemur að öðru máli sem snertir síðustu bloggfærslu mína.

Hvers vegna ætli Listasafn Íslands eða álíka stofnanir sem eiga að standa vörð um menningarsögu okkar og kynningu hafi ekki ráðið einhvern tímabundið til að skrá efni um lykillistamenn þjóðarinnar  á ensku á veraldarvefinn Wikipedia álíka ítarlega og ég sá gert með grein um Einar Hákonarson, sem var þá einkaframtak?

Wikipedia er einhver fjölsóttasti vefur sem um getur og staður til að geyma slíkt kynningarefni.

Spila stefgjöld þar inn í eða bara áhugaleysi?


Wikipedia ruglar með íslenska myndlist og Einar Hákonarson mikilvægasti myndlistarmaður Íslands frá upphafi.

EinarVar að vafra á wikipedia að líta yfir hvaða listamenn þau flokkuðu undir expressjónisma (sem er HÉR). Rakst þar á nafn Einars Hákonarsonar sem var þar nefndur fyrir Íslands hönd.

Það hlýtur einhver netbulla að hafa sett Einar sem fulltrúa expressjónisma á Íslandi og forsvarsmenn wikipedia ekki vitað betur.

Það kann svosem að vera erfitt að finna íslending inn í allar liststefnur módernismans.  En ef þörf er fyrir íslending á þennan lista að þá átti Finnur Jónsson expressjóníska spretti að sama hætti og Kandinskíj sem er á lista yfir Rússana.

Einar, sem er fæddur árið 1945 þá um 30 árum eftir að expressjónisminn náði hápunkti sínum, vinnur vissulega undir áhrifum expressjónisma í dag. En hann á þá mun betur heima inni hjá Nýja málverkinu eða (Neo Expressionism) ásamt Georg Baselitz, Marcus Lupertz o.fl. Og enn betur í popplist eða í teymi með RB Kitaj og Roger Raveel, en þar gegnir Einar ákveðnu frumkvöðlastarfi á Íslandi.

 HÉR er svo greinin um Einar á wikipedia, sem er ansi  ítarleg t.d. miðað við Erró (sem er HÉR), Svavar Guðnason (sem er HÉR) og Jóhannes Kjarval (sem er HÉR).

Eiginlega er hún svo ítarleg miðað við aðrar greinar á wikipedia um íslenska myndlistarmenn að ef ég væri ókunnur íslenskri myndlist að leita upplýsinga um hana á veraldarvef wikipedia mundi ég ætla að Einar Hákonarson væri mikilvægasti myndlistarmaður Íslands frá upphafi.


mbl.is Wikipedia snýst gegn netbullum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumurinn um Marcel og Maríu

LouiseBrooks2-thumbDreymdi einkennilegan draum.

Ég var að gera heimildarmynd um Þýska söngkonu sem hét Maria Cholla (nafnið Cholla hefur væntanlega geymst í undirvitundinni frá því að ég bloggaði um listahestinn Cholla sem málar eins og K. Davíðsson). Ég var í heimildarsöfnun því draumurinn gerðist í nútímanum en Maria Cholla mun hafa verið söngkona frá tíð nasista og hliðholl þeim (Í draumnum gaf ég henni útlit Louise Brooks, sem er ein af mínum uppáhalds leikkonum).

duchamp-fumant-pHeimildarsöfnunin fólst í því að tala við gamalt fólk sem þekkti til söngkonunnar, róta í myndum og lesa bréf.  

Í einum myndakassa rakst ég á tvær hrörlegar svarthvítar ljósmyndir af Franska listamanninum Marcel Duchamp.

Önnur myndin var tekin innivið. Marcel sat á stól og Maria stóð yfir honum. Þau voru augljóslega nánir vinir að ræða eitthvað mikilvægt.

Hin myndin var tekin utan við eitthvert leikhús þar sem Maria var að skemmta (sá það á ljósaskiltinu) og í tröppunum stóð Marcel flóttalegur á svip).

Heimildarsöfnunin leiddi mig á nýjar slóðir og út frá bréfum og nokkrum frekari samtölum komst ég að því að Marcel Duchamp var njósnari fyrir nasista! (Reyndar smá tímaskekkja í þessu, en það er allt í lagi í draumum)

Allt þetta ready-made avant-garde dót sem hann gerði og gerbylti myndlistinni, og lagði grunninn fyrir Popplist og konseptlist, var bara plat og pólitískt plott til að komast inn í innsta hring andspyrnunnar.


Samsæri listarinnar

Baudrillard conspiracy

Er í gangi alþjóðlegt samsæri í myndlist?

Þannig spyr franski menningarvitinn Jean Baudrillard í bókinni The conspiracy of art (Samsæri listarinnar) sem gefin var út árið 2005 en byggir á ritgerð sem hann skrifaði og birti í tímaritinu Líbération árið 1996.

Bókin hafði beðið í hillunni hjá mér í 2 ár, en af ýmsum ástæðum hafa aðrar bækur farið framar í forgangsröð. Mér fannst ég þó ekki getað geymt hana lengur og réðst í hana.  Sé ekki eftir því. 

Þessar kenningar Baudrillards um samsæri listarinnar virka dálítið á skjön við þær sem hann var hvað þekktastur fyrir á níunda áratug síðustu aldar, s.s. Hyperrealisma, sem m.a. hafði mikil áhrif á yfirtökulistamenn (Richard Prince, Jeff Koons, Sherry Levine o.fl.) og Neo Geo gengið (John Armleder, Peter Halley o.fl.).

Sjálf ritgerðin er bara lítill hluti bókarinnar, en hún snýst annars mikið um að rökstyðja samsæri listarinnar og svara gagnrýni.

Baudrillard segir hugmyndir sínar á níunda áratugnum hafa verið baudrillardmisskildar af listamönnum, kallar Neo Geo hópinn, sem aðlagaði list sína að kenningum hans, "A group of confused artists".

Hann rekur líka hugmyndir Hegels um að myndlist muni á endanum fara handan við sjálfa sig og breytast í eitthvað annað.

Baudrillard álítur hins vegar að listin hafi ekki náð að fara handan við sig sjálfa heldur hafi listamenn (ómeðvitað) sameinast um samsæri sem felst m.a. í einskonar Disneyvæðingu listar og að listin sé borin fram sem staðgengill fyrir raunveruleikann.

Kunnasti frasinn úr samsæri listarinnar, sá sem menn velta sér helst upp úr, er þegar Baudrillard lýsir yfir að listin segi sig gildislausa. eða "art claims to be  null!".

Þetta er enn einn vinkill á umræðu um endalok listarinnar sem Arthur C. Danto, George Dickie og Donald Kuspit hafa m.a. skrifað um, þótt Baudrillard tali ekki um endalok, þannig séð.


Aumingja Ríkarður

guston nixonÍ tilefni þess að Frank Langella er tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Richard Nixon og að við búum við gerspillt stjórnmálaflokkakerfi langar mig til að rifja upp teikningar Philips Gustons af Richard Nixon sem listamaðurinn gerði snemma á áttunda áratugnum þegar Nixon var forseti BNA.  Teikningarnar voru svo gefnar út í bók sem ég er svo sæll að hafa fest á kaup fyrir nokkrum árum.

guston nixon1Philip Guston var abstraktmálari sem sveik málstaðinn undir lok sjöunda áratugarins og fór að mála rammpólitískar fígúratífar myndir með skoplegu ívafi.   

Þessar myndir listamanns sem var þekktur fyrir liti og formleysi fór fyrir brjóstið á mörgum og hann var útskúfaður (nema eitt gallerí hélt tryggð við hann) allt þangað til að fulltrúar nýja málverksins uppgötvuðu verk hans á ný.  Þ.á.m. voru þessar frábæru teikningar af Richard Nixon.

Bókin sem gefin var út heitir "Poor Richard" og þess má geta að gælunafn Richards Nixons var "Dick" og túlkar Guston andlit þáverandi forseta Bandaríkjanna með þeim hætti.

guston nixon 3        guston nixon2 


mbl.is Benjamin Button með flestar tilnefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband