Listþerapísk heilunarstöð

Stofnun um almannaheill (Institution for the common good) er einskonar listþerapísk heilunarstöð sem Olga Bergmann og Valgerður Guðlaugsdóttir hafa komið fyrir í Nýlistasafninu.  

valaogolga  valaogolga2

Geta gestir  gengið á milli afmarkaða stöðva þar sem Fraudískar, Jungískar, Gestaltískar, Primaltískar (eða hvað þetta heitir alltsaman) þerapíur eru í boði auk kynninga á félagslegri og náttúrulegri fegurð.  Með þessu hvítþvær gesturinn eigin sálartetur í nálægð listaverka, allt með réttu "Feng Shui" og listrænni nærgætni.

Þetta er sýning sem manni ber að gefa sér tíma með og stilla sig að, enda margþætt og metnaðarfull.  Enn ein rósin í hnappagat Nýlistasafnsins í ár.

Sjá nánar www.nylo.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband