Skrípa abstrakt

sitting01[1]Er ađ lesa bók um "Comic abstractions" sem var gefin út í tilefni af samnefndri sýningu í MoMA í fyrra sem Raxana Marcoci, sýningarstjóri gerđi úttekt á.

Ţetta er forvitnileg bók međ skírskotanir í teiknimyndir og hvernig sá heimur hefur haft áhrif á listina. Og í ţessu tilfelli er ţađ abstraktlistin.

Ţarna eru listamenn á borđ viđ Polly Apfelbaum, Inka Essenhigh, Arturo Herrera, Michel Majerus og Rivane Neuenschwander. Ég verđ ađ játa ađ mín myndlist mundi eflaust flokkast innan ţessarar skilgreiningar.

Ţađ er dálítiđ skrítiđ ađ sýningarstjórinn taki ţetta ekki lengra aftur í tíma í bókinni ţví hún áćtlar ađ ţetta sé alger nýjung, ađ poppkúltúrinn birtist fyrst í abstraktlistinni á síđastliđnum 10 árum eđa svo.

DunhamMér ţykir hún sniđganga sćnska listamanninn Öyvind Fahlström, sem hafđi algera sérstöđu í popplistinni á sínum tíma, m.a. fyrir ţćr sakir ađ mála abstrakt, eđa í ţađ minnsta semi-abstrakt eins og margir listamennirnir sem Marcoci telur innan skrípa-abstraktsins.  Fahlström er einn af mínum uppáhalds Norrćnu listamönnum. Og er tvímćlalaust vanmetinn á alţjóđlega vísu, ekki síst ţegar hann er sniđgenginn í ţessu samhengi.

Einnig mundi ég segja bandaríkjamanninn Carroll Dunham eiga ţarna eitthvađ inni, en Dunham var ađ fást viđ sjálfráđa abstraktsjón sem var samofin teiknimyndakúltúrnum fyrir um 25 árum.

Svo má vel hugsa upp fleiri listamenn í ţennan pakka.

Birti af ţví tilefni mynd af verki eftir Fahlström... Sitting frá árinu 1962 (uppi) og mynd af verki eftir Dunham...Age of rectangles frá árinu 1983 (niđri).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorkell Sigurjónsson

Ekki eru ţetta síđri pćlingar hjá ţér Ransu. Ég hefi persónulega alltaf veriđ hrifinn af abstrakt allt frá ţví ég sem drengur fékk í verđ laun bók frá dagblađinu Ţjóđviljanum ´fyrir góđa og fallega skrift, en bókin  innihélt abstraktmyndir. Kveđja.

Ţorkell Sigurjónsson, 13.3.2008 kl. 06:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband