Frábær Freud

freud sjálfsmyndLucien Freud er barnabarn Sigmunds sálfræðings, fæddur í Þýskalandi en búsettur frá barnsaldri í Bretlandi.

Hann er 86 ára gamall og alveg geðslega góður málari, sennilega einn af þeim bestu núlifandi, tæknilega séð.

Það er gróteskleikinn sem heillar Freud. Helstu áhrifavaldar eru Rembrandt, Titian og Francis Bacon.  En Freud notar impasto tækni, sem Rembrandt og Titian eru hvað þekktastir fyrir, og byggir á því að hlaða málverkið efni jafnt og lit sem kallar fram holdleg einkenni.

Myndin hér að ofan er sjálfsmynd Luciens Freuds frá árinu 1985.


mbl.is Sá sjálfa sig á rándýru málverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einn af mínum uppáhalds.

Ragga (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:08

2 identicon

Hann ku hafa sagt við blaðamann - en hann vill og hefur helst aldrei viljað tala við slíka:

"I would like to be anonymous, in the most potential way"

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 02:35

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll félagi. Mátti til með að láta vita, að ég er á lífi ennþá. Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 19.4.2008 kl. 05:16

4 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Já, Þessi er góður. Ég hef ekki kynnt mér hann sérstaklega en finnst hann hafa sérstaka "sýn" á hlutina, það er ekki bara spurning um handbragð og stíl. Efniskenndin í málunaraðferðinni hefur mikið að segja. Skilgetinn sonur Rembrandts að því leyti.

Kristbergur O Pétursson, 19.4.2008 kl. 11:42

5 identicon

S. Freud var læknir ekki sálfr.

sálfr (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 13:36

6 Smámynd: Ransu

1) Úff Ragga þeir eru bara svo ansi margir í þessum uppáhalds flokki. Hvar á maður að láta mörkin? Topp 10 eða topp 100. Síðustu 200 ár eða síðustu 2000 ár?  

2) Erfitt að vera anonymous með 35 milljónir punda á verk.  En skiljanlegt að menn vilji vinna í næði.

3) Gott að þú sért á lífi Þorkell og takk fyrir, veit samt alltaf af þér.

4) Já Kristinn, skilgetinn sonur Rembradts og reyndar má bæta Vincent við í þennan ágæta hóp

5) Sorrí sálfr...sonur Sigmunds taugasérfræðings og sálgreinis... eða eitthvað þvíumlíkt

Ransu, 19.4.2008 kl. 21:57

7 identicon

En hann gerði sitt besta í því að vera hinn nafnlausi, týndi. Á Soho árunum var hann frægur fyrir það að taka þátt í hinu ljúfa lífi - eins og reyndar svo margir - en það sem var öðruvísi hjá honum var: að hann birtist eins og upp úr þurru í partíum og á börum og hvarf jafn hljóðlega og á löngum stundum voru félagar hans ekki vissir um hvar hann í raun bjó.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Ransu

Takk fyrir þessa sögu Guðmundur.

Minnir eilítið á Barnett Newman. Las viðtal við Andy Warhol sem sagðist ekki öfunda nokkurn jafn mikið og Newman, því að hann gat alltaf poppað upp í öllum partíum, enda hafði hann nægan tíma þar sem hann málaði bara eina eða tvær línur á mynd. Og svo var hann  með stúdíó í öllum hverfum New York borgar, eitt fyrir hvert málverk,  svo það var engan vegin hægt að vita hvar hann væri þennan eða annan daginn.

Sennilega var Warhol samt aðeins að ýkja.

Ransu, 20.4.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband