13.7.2008 | 23:55
Erró - Stórval = 1-2
Gaman að sjá verk Stórvals í Gallerí Turpentine, en sýningin er í tilefni aldarafmælis meistarans mikla frá Möðrudal.
Stefán átti það til að þekja veggi með myndum sínum þegar hann sýndi og ef hann seldi mynd gastu tekið hana á staðnum, en Stefán mundi þá jafnvel mála aðra til að fylla í gatið.
Í Turpentine eru veggir þaktir myndum og mér sýnist að Svenni, galleríisti, hafi sama háttinn á og að maður geti bara tekið mynd með sér um leið og maður borgar. Naglinn stendur þá eftir.
Í galleríinu er einnig sýnd heimildarmynd um Stefán þar sem meistaranum er fylgt eftir á heimaslóðum sínum.
Gullatriði í myndinni er þegar Stefán gengur um sýningu Errós í íþróttahúsinu þegar haldið er upp á afmæli sveitarinnar og segir svo sperrtur "Erró sýnir bara í einum sal en ég í tveimur".
Flokkur: Menning og listir | Breytt 14.7.2008 kl. 01:19 | Facebook
Athugasemdir
ég horði á þessa heimildamynd á rúv um daginn; greinilega stórskemmtilegur kall með mikið sjálfsálit gremjulegan húmor
Aron Ingi Ólason, 14.7.2008 kl. 00:26
dásamleg ummæli hjá kallinum....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.7.2008 kl. 03:17
Heimildamyndin um Stefán er að mínu mati ein sú allra besta, sem gerð hefur verið hér á landi á. Hrein og tær snilld...
Framtakið gott hjá Sveini og umhugsunarvert, hvers vegna hin obinberu söfn skyldu ekki gera Stefáni frá Möðrudal einhvers konar skil á aldarafmælinu.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.7.2008 kl. 16:28
Ég missti af heimildarmyndinni, en ég missti ekki af Stefáni sjálfum. Ég kynntist honum snemma á níunda áratug og hann var mjög skemmtilegur maður. Gaman að sjá hvað hann er orðin mikils metinn eftir hann kvaddi þennan heim. Hann skildi mikið eftir sig.
Heidi Strand, 14.7.2008 kl. 21:46
Leiðrétting: "Ég sýni í tveimur sölum, en Erró bara í einum!"
Ég er búinn að eiga þennan þátt á vídeóspólu í 12 ár og horfa milljón sinnum á hann
Gæfi hægri handlegginn fyrir eina Herðubreið eftir meistarann......
Mundi (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:47
Til hamingju með daginn frændi !
Bjögga (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 15:30
Mundi. Enginn veit hvað átt hefur fyrir en misst hefur.
Heidi Strand, 15.7.2008 kl. 16:04
Takk Bjögga. Aldurinn færist yfir. Og þú manst meira að segja daginn minn sem telur. Gaman að vita að þér þarna í úti í blogglandi.
Takk fyrir leiðréttingu Mundi...Veit samt ekki hversu hollt það er að kunna mynd utanbókar. Kunni í den kvikmyndina Escape from New York utanbókar. Eftir á að hyggja fóru margar dýrmætar klukkustundir í þennan lærdóm, sem var kannski eftir allt saman ekki tilgangslausari en margt sem maður lærði utanbókar í skóla.
Afmæliskveðja til allra
Ransu, 15.7.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.