6.8.2008 | 09:18
Mini-retro
Er nú kominn úr netlausu sumarbústaðarsumarfríi og þá einnig bloggfríi.
Byrja heimkomuna á lítilli sýningu, en ég tek við af bloggvini mínum Kristbergi sem SÍM listamaður mánaðarins, frá og með morgundeginum.
SÍM listamaður mánaðarins er hugsað sem kynning á meðlimum SÍM (Samband Íslenskra myndlistarmanna) svo ég ákvað að setja upp Mini-retro.
Þetta eru bara 4 verk sem verða til sýnis.
Það elsta er frá árinu 1994 og nefnist Abstrakt nr. 5. Það var á fyrstu sýningunni sem ég tók þátt í á Íslandi árið 1995 og var í Nýlistasafninu (gamla). Var hluti af 6 mynda röð.
Næstelsta verkið sem ég sýni var hluti af útskriftarverkefni mínu frá AKÍ í Hollandi, Café Geometry, árið 1995. Það var staðbundin sýning en mér fannst þessi mynd svosem geta staðið ein og sér.
Þriðja málverkið (samsett úr tveimur) var á sýningu sem ég hélt í Gallerí Hlemmi árið 2000. "Nike & Adidas",þar sem ég blandaði saman vörumerkjum tveggja íþróttavöruframleiðenda. Þetta var fyrsta einkasýningin sem ég var verulega ánægður með eftir útskriftarverkefnið.
Fjórða og síðasta myndin er frá árinu 2008, sú nýjasta í röðinni XGeo, þar sem ég blanda saman athafnamálverki og strangflatarmálverki.
Það er engin opnun. Sýningin verður tilbúin á morgun. SÍM er til húsa við Hafnarstræti 16. R.vík.
Öllum velkomið að kíkja.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 7.8.2008 kl. 08:36 | Facebook
Athugasemdir
Til lukku með þetta félagi. Ég skoða sýninguna um miðjan ágúst.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 6.8.2008 kl. 09:57
Til hamingju.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:04
er i Chicago - hefdi viljad kikja i SIM.
til lukku kvedja.
ps. brenglad stafrof aftur.
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 16:53
Til hamingju. Ég kíkji við.
Ragga (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 18:08
Þú ert örugglega flottur, fyrir þá sem fíla þig..... humm,,,,, en ekki ég....
Auður (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 01:03
Til hamingju!
Villi Asgeirsson, 7.8.2008 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.