Listir eru aflið

IcelandKannski hafa margir lesið og bloggað um þessa grein Jon Henleys, Fishing for answres, í The Guardian.  En ég las hana áðan og þótti hún merkileg sökum þess að Henley segir vonir Íslands vera í sjávarútvegi og MENNINGU.

Hann talar um poppara eins og Mugison, GusGus og SigurRós og listamenn á borð við Ragnar Kjartansson,  og Gjörningaklúbbinn og hönnunar-myndlist Hrafnhildar Arnardóttur og Jóns Sæmundar Auðarssonar (sem hann vitnar oft í).

Listir eru semsagt aflið sem getur mótað Nýja Ísland (skálda þarna aðeins á milli lína Henleys, en sá er samt boðskapurinn).

Vissulega virðist þetta einhverskonar hugmynd um menningu sem markaðsvöru, sem er gott og gilt, en sem slíka hlýtur samt að þurfa að hugsa hana á öðrum forsendum en undanfarin ár. 

Að á eftir krossfestingunni er upprisan...þegar andinn stígur upp úr efninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æj veistu mér finnst þetta endalausa bissness tal um list vera algjört rugl. List er ekki, og verður aldrei bissness. Ef að á að kalla hana þessum nöfnum endalaust þá er henni fargað fyrirfram.

Því fyrr sem að íslendingar skilja þetta og hætta þessu útflutningsrausi þá er möguleiki á að eitthvað gerist hérna. Allavega í tónlist. Ég læt þig um að dæma um myndlistina-:)

sandkassi (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband