Fleiri fossar

fossÓlafsFossar Ólafs Elíassonar hafa áđur ratađ inn á bloggiđ mitt vegna frétta um saltúđa og túrisma.

Ég hef bara birt póstkortalegar tölvugerđar myndir og Mbl. hefur einnig bara birt tölvugerđar myndir međ sínum fréttum um fossana

Hlynur Hallsson kom einmitt međ athugasemd sökum ţessa undir einu blogginu. 

Ég fékk svo sendar myndir frá íslenskum kollega í NYC af fossunum. Birti hér eina.

Á síđunni http://www.nycwaterfalls.org/má einnig sjá fullt af ljósmyndum af fossunum og líka viđtal viđ Ólaf, útskýringu á virkninni o.fl. 

Svo má slá "New York Waterfalls" inn á YouTube og sjá margar myndir af fossunum. En ţeir eru flottari á hreyfimynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurđardóttir

Sá fossana međ eigin augum í N.Y. í sumar sem leiđ.  Ţeir voru glćsileg og svalandi sjón í ágústhitanum.

Ekki var vart viđ annađ en ađ  borgarbúar og -yfirvöld vćru afar ánćgđ međ framtakiđ.   Auglýstar voru sérstakar skođunarferđir ađ "The Waterfalls of New York" og ţađ var nćstum ţví eins og ţađ vćri ekki inni í myndinni ađ ţessi "náttúrufyrirbćri" vćru manngerđ.

Hildur Helga Sigurđardóttir, 26.10.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ţeir eru greinilega hrifnir af manngerđum náttúrufyrirbćrum á borđ viđ fossa Ólafs. Vatnsmesti foss í Evrópu er Hverfandi, yfirfallsfossinn viđ Kárahjúka.

Ég er lítt hrifinn af óafturkrćfum manngerđum náttúrufyrirbćrum, fossum eđa lónum. En ekki veit ég hvernig komandi kynslóđir líta á máliđ. Nema í samdauna sátt viđ stóriđju. Ţađ ćtti ţó ađ vera hlutverk ţeirra, ef okkur tekst ekki, ađ eyđa mótsögninni í ímynd okkar sem ţjóđ í óspilltri náttúru annarsvegar og stóriđjuverstöđ hins vegar.   

Kristbergur O Pétursson, 27.10.2008 kl. 08:37

3 identicon

Fyndid, svona ut fra hugmyndafreaedinni, tha hafa samtima malarar verid gagnryndir fyrir ad "likja eftir"natturunni, thad vaeri afturhvarf og ekki inn.... eg get ekki betur sed en thetta se svona natturu romantik, sem var einmitt svo mikid i tisku i Salon malverkum 19 aldar. Gott ad sumir geta leyft ser ad nota hugmyndir sem eru eldri en modernisminn.

judas (IP-tala skráđ) 27.10.2008 kl. 09:01

4 Smámynd: Ransu

Ég hef eiginlega kosiđ ađ kalla ţetta tćkni-rómantík fremur en náttúru-rómantík.  Ţ.e. ađ ţađ er ekki veriđ ađ upphefja mikilfengleika náttúrunnar heldur er ţađ mikilfengleiki hins manngerđa sem er upphafiđ. Gervifossinn er upphafinn, ekki náttúrufossinn.

Ransu, 27.10.2008 kl. 16:55

5 identicon

Ju, taekni romantik er kanski retta ordid, en eftir sem adur er hann ad "likja eftir natturunni", eg se ekki alveg munin a ad gera thad med "taekjum", pensill og strigi er lika taeki og hann er ad gera "illusion", thannig er ef ad thu ert had horfa a malverk af fossi, tha ertu ad horfa a malningu, ekki foss, hinn danski Eliasson

setur upp einhver taeki til hella vatni nidur, likt og foss, thannig ad hann er ad gera blekkingu, likt og malarinn og thar a hann vissulega ymisslegt sameiginlegt med Salon malurum, en thad er rett hja ther hann er audvitad ad upphefja gerfifossinn, en sjalfan sig adalega held eg.

judas (IP-tala skráđ) 27.10.2008 kl. 19:14

6 identicon

ći júdas minn, ţađ sem ég hef heyrt til Ólafs Elíassonar segir mér ađ ţar fari bćđi metnađar fullur og mikill listamađur sem gengur fyrir  fleiru en ađ upphefja sjálfan sig...hlutirnir eru ekki svona svartir og hvítir eins og ţú vilt gjarnan  mála ţá ... flest gerist nefnilega á gráa svćđinu...

mér finnst samlíking ţín viđ málverkiđ og litina og tćkin sem notuđ eru til ađ búa til fossana í NY skemmtileg..hvađ skyldu menn gera eftir 100ár til ađ tala um  eđa sýna náttúru.. 

Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráđ) 28.10.2008 kl. 03:13

7 identicon

Sael Anna, ja eg er svolitid gefinn fyrir alhaefingar, eg er ad reyna ad hemja mig, thad er ekki audvelt.

judas (IP-tala skráđ) 28.10.2008 kl. 08:07

8 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ţađ vćri fróđlegt ađ sjá Ólaf búa til "Brotsjó". Í ljósi tímans.

Kristbergur O Pétursson, 28.10.2008 kl. 08:35

9 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ţađ eru ekki alltaf risastóru verkin sem sitja lengst í minninu. Ţađ eru yfir 20 ár síđan ég sá verkiđ "Skipbrot" eftir Kristján Guđmundsson. Hann tók hvíta og auđa pappírsörk, braut hana saman eftir kúnstarinnar reglum og bjó til lítinn bát. Síđan sléttađi hann aftur úr pappírnum nema brotin stóđu eftir í honum í beinum reglulegum línum og rammađi inn. Ofureinfalt og látlaust og opnađi víddir í huganum eins og svo mörg önnur verk eftir Kristján.

Kristbergur O Pétursson, 28.10.2008 kl. 08:49

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurđardóttir

Kannski vćri nú gaman ađ sjá manngerđan "Tjsúnamí" eftir Ólaf Elíasson hér viđ íslenska sjávarsíđu.

Verst ađ nú er enginn eftir til ađ kosta fyrirbćriđ... 

Hildur Helga Sigurđardóttir, 3.11.2008 kl. 01:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband