List eða dýraklám?

oleg_kulik_2_72dpiÚkraínski listamaðurinn Oleg Kulik er ansi hressilegur kall. 

Hann öðlaðist alþjóðlega eftirtekt árið 1996 vegna gjörningsins "Hættulegur" (Dangerous) í Stokkhólmi þar sem hann var ólaður allsnakinn við staur eins og hundur og réðist að og beit þá sem tóku ekki mark á viðvörunarskilti.

Listamaðurinn var handtekinn fyrir vikið og það var hvorki í fyrsta né síðasta skiptið að lögreglan fjarlægði listamanninn eða listaverk hans á brott.

Oleg hefur viðhaldið álíka dýrslegum gildum í list sinn æ síðan og nú, á listkaupstefnunni FIAC í Frakklandi, voru ljósmyndaverk hans gerð upptæk af lögreglu sökum þess að þau sýndu listamanninn í vafasömum athöfnum með hundum.

Þessi mynd sem ég birti hér er hins vegar í saklausari kantinum.

HÉR má lesa um málið í Artreview.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahh  það er endemis aldeilis

Brúnkolla (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:05

2 Smámynd: Ransu

Þetta er sérstaklega handa þér Brúnkolla mín.

Verk erftir Oleg Kulik sem heitir "Deep into Russia"

Ransu, 31.10.2008 kl. 20:25

3 identicon

Ég gæti semsagt ekki fengið manninn til þess að mála mynd af hesti sem ég er með-:)

sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 01:43

4 Smámynd: Ransu

Nei Gunnar, ég þykist viss um að hann mundi gera eitthvað annað við hestinn en að mála hann.

Ransu, 1.11.2008 kl. 11:45

5 identicon

já, ætli það ekki

sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:55

6 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Það þarf allavega ekki að teipa beljuna.

Kristbergur O Pétursson, 1.11.2008 kl. 14:04

7 identicon

jæja, matarlist sjúklingins er þó í lagi. En svo er það spurning, hann gæti hitt einhvern aðila með svipaðar áherslur og úr yrði ást.

Hitt er annað mál að ef hann græðir pening á þessu þá er hann snillingur samkvæmt núgildandi menningalögmálum.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:43

8 Smámynd: Ransu

Held að Kulik ríði nú ekki feitum hesti.

Ransu, 1.11.2008 kl. 15:05

9 identicon

Þetta er rosalega flott verk. Nú hef ég enn meiri áhuga á list!

Takk ransu.

Brúnkolla (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:09

10 identicon

Er nú samt ekki frá því að það sé að þróast einhver smekkur hjá mér fyrir þessu. Hann er allavega sjálfstætt þenkjandi, það er alltaf byrjunin.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband