Ís og aftaka

snorridrepurbrownÁ Artnet magazine er heilmikil grein eftir Ben Davis um hrun íslenska efnahagsins og er rætt við nokkra menningarvita um áhrif þessa á blómlegheit listarinnar sem hefur vakið athygli víða erlendis af því að við erum jú svo æðisleg í listinni.

Greinin nefnist Icelandic art meltdown og er sérstaklega fjallað um aðkomu Snorra Ásmundssonar að mótmælum í formi ýmiskonar gjörninga, s.s að afhenda Geir H. Haarde uppsagnarbréf Davíðs Oddssonar og aftaka hans á bangsanum Gordon á Frieze artfair.

Þá er greint frá því að Bretar hafi notað á okkur hryðjuverkalög og sitthvað fleira skemmtilegt.

HÉR er hlekkur á greinina á Artnet.


mbl.is Greint frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir hlekkinn.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.11.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Verður uppsagnarbréfið svo ekki rammað inn í gullramma.  Ég mæli með þykkustu tegund af rammalistum, u.þ.b 2ja metra þykkum og ekkert gullspray, bara ekta gull.  Ég vona að Seðlabankinn kaupi listaverkið í framtíðinni, ef uppsagnarbréfið er þá til í föstu formi, en ekki bara sem gjörningur.

Takk fyrir tengilinn á greinina

Máni Ragnar Svansson, 9.11.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband