Nýr Sjónauki

logoNýr Sjónauki er kominn út.  En þetta eina íslenska listtímarit (Reyndar er ósanngjarnt skilja Artímarit listfræðinema útundan, en það er samt af öðrum toga) leit dagsins ljós í þriðja sinn í dag.  En blaðið var eitthvað lengur í fæðingu en áætlað var. 

Þema þessa 3. tölublaðs er umhverfi og hagkerfi myndlistarinnar en eftir atburði síðustu vikna er viðeigandi að gefa því kreppubrag miðað við fyrstu tvö tímaritin.

Allt er nú svarthvítt, blaðið þynnra og pappírinn ódýrari. 

Blaðið komst engu að síður á þurrt og þær stöllur, Anna Júlía og Karlotta Blöndal, geta verið stoltar með það. 

Ásmundur Ásmundsson er aðalnúmer þessa tölublaðs með tilheyrandi DVD og greiningu á ræðum og list (sem er reyndar óaðskiljanlegt í hans tilfelli). Gaman að því.

Þarna er líka listtímaritalistaverk eftir Hlyn Hallsson og svo er slatti af greinum.  Ég er höfundur einnar, List mót byggingarlist.

Ég er ekki búinn að lesa allt blaðið þennan fyrsta dag. En nokkrar greinar og verð að segja eitt...  

Mér finnst alveg mega slútta þessum póstkortakveðjum frá útlöndum sem hafa verið í öllum blöðunum þremur. Það er einhver menntaskólabanall yfir þeim, eða kannski bara bloggstemmning?  Hvort sem er að þá hlýtur að vera hægt að finna eitthvað annað og meira spennandi efni í tvær blaðsíður en svona "hæ þið" póstkortakveðjur frá útlöndum.

Annars, til hamingju með nýja Sjónaukann og listamenn og listunnendur ekki gleyma að kaupa eintak.

HÉR er hlekkur á vefsíðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband