23.11.2008 | 02:02
Mæli með...
Yfirlitssýningu á verkum Gylfa Gíslasonar heitins í Listasafni ASÍ.
Gylfi tilheyrði SÚM hópnum í upphafi en hallaðist svo aðallega til málverks og teikninga. Var fantagóður í formrænni myndbyggingu og augljóslega stúderað klassísk gildin í þeim efnum.
Í mörgum verkanna tvinnar Gylfi saman náttúrulegum og manngerðum ímyndum. Að sumu leyti er það pólitískt en að öðru leyti snýst það um sjálfa myndgerðina og birtingu hins náttúrulega eða sjálfráða og hins manngerða eða formgerða.
Má jafnvel segja "geometrískt" og "gestural" í senn.
M.a. eru sýndar teikningar sem lista-maðurinn gerði fyrir Þjóðviljann og verð ég að játa að margt á vel við okkur í dag.
Meðfylgjandi mynd sýnir þjóðina tilbiðja gullkálf (innantómt skurðgoð beint úr biblíusögunum), en Jón Sig hefur verið felldur af stallinum.
Sýningunni lýkur í dag, sunnudag.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.