Hungur Steve McQueens verðlaunuð

hunger_steve-mcqueenFyrir myndlistarunnendur að þá má bæta við þessa frétt um (ó)sigur Smáuglana hans Rúnars að breski myndlistarmaðurinn Steve McQueen (já, hann heitir sama nafni og leikarinn frægi) hlaut The discovery award á Evrópsku kvikmyndahátíðinni fyrir myndina Hunger.

Þetta eru sömu verðlaun og McQueen hlaut á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrir skömmu, auk þess hlaut myndin Camera d´or verðlaunin á Cannes hátíðinni í sumar.

McQueen er heimsþekktur myndlistarmaður. Hann er fyrrum Turner verðlaunahafi og verður fulltrúi Breta á Feneyjartvíæringnum á næsta ári.

Hunger er fyrsta kvikmynd McQueens (þ.e. framleidd fyrir kvikmyndahús) og ég hlakka rosalega til að sjá hana.

HÉR má sjá sýnishorn úr myndinni.


mbl.is Smáfuglar fengu ekki verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Verðlaun, hungrið. Voru verðlaunin hamborgari og franskar, eða eitthvað matarkyns?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.12.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Guðmundur R Lúðvíksson

Snild ! Hvenær sýnir hann í Listasafni Reykjavíkur?

Það er annar listamaður  sem heitir Qaritiano og er frá Perú - er að gera það gott í ljósmynda3viddarveki með teikningum og málverkarívafi, með sambland af textil og performance.  Hefur þú fylgst með honum ? Geggjaður gaur ! En sorry er ekki á leið til Íslands ¨. Hefur ekki áhuga. Segir að á Íslandi búi bara 350.000 mans en í Durantaro sem er smábær búi 4.424.000 " I come later to Iceland " sagði Petro Paratinio listamaður.

Guðmundur R Lúðvíksson, 10.12.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband