Wikipedia ruglar með íslenska myndlist og Einar Hákonarson mikilvægasti myndlistarmaður Íslands frá upphafi.

EinarVar að vafra á wikipedia að líta yfir hvaða listamenn þau flokkuðu undir expressjónisma (sem er HÉR). Rakst þar á nafn Einars Hákonarsonar sem var þar nefndur fyrir Íslands hönd.

Það hlýtur einhver netbulla að hafa sett Einar sem fulltrúa expressjónisma á Íslandi og forsvarsmenn wikipedia ekki vitað betur.

Það kann svosem að vera erfitt að finna íslending inn í allar liststefnur módernismans.  En ef þörf er fyrir íslending á þennan lista að þá átti Finnur Jónsson expressjóníska spretti að sama hætti og Kandinskíj sem er á lista yfir Rússana.

Einar, sem er fæddur árið 1945 þá um 30 árum eftir að expressjónisminn náði hápunkti sínum, vinnur vissulega undir áhrifum expressjónisma í dag. En hann á þá mun betur heima inni hjá Nýja málverkinu eða (Neo Expressionism) ásamt Georg Baselitz, Marcus Lupertz o.fl. Og enn betur í popplist eða í teymi með RB Kitaj og Roger Raveel, en þar gegnir Einar ákveðnu frumkvöðlastarfi á Íslandi.

 HÉR er svo greinin um Einar á wikipedia, sem er ansi  ítarleg t.d. miðað við Erró (sem er HÉR), Svavar Guðnason (sem er HÉR) og Jóhannes Kjarval (sem er HÉR).

Eiginlega er hún svo ítarleg miðað við aðrar greinar á wikipedia um íslenska myndlistarmenn að ef ég væri ókunnur íslenskri myndlist að leita upplýsinga um hana á veraldarvef wikipedia mundi ég ætla að Einar Hákonarson væri mikilvægasti myndlistarmaður Íslands frá upphafi.


mbl.is Wikipedia snýst gegn netbullum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ransu, Wikipedia er fullkomlega dreifstýrð og hefur enga "forsvarsmenn".  Ef þú veist betur þá bara einfaldlega lagar þú þetta, og málið er dautt.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.1.2009 kl. 11:42

2 Smámynd: Ransu

Get ég þá sett þig inn, Vilhjálmur, sem fremsta portrettmálara á Íslandi?

Ransu, 29.1.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Ransu

Eða getur þú, Vilhjálmur, sett sjálfan þig inn sem fremsta portrettmálara á Íslandi?

Ransu, 29.1.2009 kl. 11:54

4 identicon

Hverslags aðdróttanir eru þetta? Einar er langflottastur, hvort heldur sem expressjónisti, poppari, næfisti eða einfaldlega sem "The Mad Hatter".

Svo eru hreyfingar í línuriti hans ansi laglegar..: Toppaði við útskrift og tjaldaði síðan öllu, sællar minningar.

prentari (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:50

5 identicon

Ég skrifaði þessa grein um Einar Hákonarson. Ekkert tollir inni á Wikipediu nema að þar séu greinar sem vitna í heimildir. Í greininni um Einar er vitnað í um 30 blaða og tímaritsgreinar. Ef að Vilhjálmur Þorsteinsson er einn besti portrettmálari Íslands þarf að færa rök fyrir því. Einar hefur t.d málað portrett fyrir Alþingi, Hæstarétt og Borgina svo fátt eitt sé nefnt og er bent á heimildir því til rökstuðnings.

 

Það má vera að Einar virki sem aðal listamaður þjóðarinnar á Wikipedia, en það er þá einungis vegna þess að Listasafn Íslands, Listasafn RVK og menningarvitar hafa (af óskiljanlegum ástæðum) vanrækt það að setja inn greinar um listamenn þjóðarinnar. Ég veit ekki betur en að íslenska ríkið sé með mann í fullu starfi við að koma íslenskri myndlist á framfæri í útlöndum. Ætli hann viti ekki um Wikipedia? En þú gætir sjálfur tekið við keflinu og skrifað grein t.d um Finn Jónsson. Hinir gætu svo fylgt á eftir með Erró, Svavar, Kjarval og alla þá sem vantar, og það eru nánast allir! Það er skammarlegt hversu lítið er þarna inni en það skrifast varla á Einar.

 

Einar var undir áhrifum Francis Bacon í upphafi ferils síns  og verður seint talinn til poppara nema þá á fyrir hans fyrstu sýningu. Einar hefur haldið sínum fígúratíva expressioníska stíl allar götur síðan. Þú getur skoðað heimasíðu hans sem geymir um 800 flettingar af myndum og blaðaviðtölum frá 40 ára ferli hans. 

http://www.einarhakonarson.com

 

Aftur á móti er það rétt hjá þér að nafn Einars á ekki að vera með tengil hjá expressionískum málurum fyrrihluta 20 aldar á Wikipedia. Það verður leiðrétt. Annars er ég hálf hissa á þessari bloggfærslu þinni (þar sem þú ert gagnrýnandi hjá Mogganum) og finnst tónninn í færslunni gera lítið úr Einari. Þú ættir að kynna þér hlutina áður enn þú skrifar um þá. Ég hallast að því að þú sért bara argur yfir því hversu lítið er af íslenskum listamönnum þarna inni. Það eru kannski fleiri netbullur en ég? J

 

Kveðja,

 

Hjálmar Einarsson

Kvikmyndagerðarmaður.

Hjálmar Einarsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Ransu

Til lukku með greinina Hjálmar og mikið rétt hjá þér.  Pirra mín beinist ekki að Einari heldur að litlum metnaði í kynningu á öðrum lykillistamönnum þjóðarinnar.

Loksins þegar ég sé einhverja ítarlega kynningu að þá finnst mér óneitanlega að einhverjir aðrir mættu vera í forgang, s.s. þessir 3 sem ég nefni.

Í raun einkennilegt að ekki sé einhver ráðinn til að sinna þessu um tíma og skrá upplýsingar um lykilistamenn þjóðarinnar.

Hins vegar veit ég ekki hversvegna þér þykir þessi bloggfærsla einkennileg þótt ég skrifi gagnrýni í Morgunblaðið. Þetta er svosem ekki grein á vegum Morgunblaðsins. Bara vangaveltur á blogginu mínu.

Varðandi popplistina að þá höfum við tilhneigingu til að sjá fyrir okkur  Harðkjarna popparana í Bandaríkjunum.

Einar fellur að þeirri stefnu sem viðkemur Bretlandi og svo Norðurhluta Evrópu s.s. David Hockney, Patrick Caulfield og RB Kitaj, sem var reyndar Bandaríkjamaður búsettur í Bretlandi. Áhrif frá Bacon voru hjá mörgum. Einnig má nefna Belgann Roger Raveel og Hollendingana Reinier Lucassen og Alphons Freijmuth. Einar hefur meira að segja þróast mjög svipað og sá síðastnefndi.

Hér er t.d. mynd eftir Raveel frá sjöunda áratugnum

Hér eftir Lucassen á svipuðum tíma

Reinier Lucassen, De hoed

Og hér eftir Freijmuth

Hér koma svo Bretarnir

David Hockney

og RB Kitaj

Hér á Einar auðvitað heima ef við ætlum á annað borð að steðsetja hann í tækni og tíma.

Ransu, 29.1.2009 kl. 22:25

7 identicon

Ekki gleyma að wikipedia er líka á íslensku, þú kíkir kannski á sambærilega hluti td. hér:

http://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3hannes_Sveinsson_Kjarval

Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband