Að sjá Tómt

tomtVegna breytinga á opnunartíma Gallerís Turpentine að þá lýkur sýningu minni "Tómt" á morgun en ekki sunnudag, eins og fyrirhugað var.  Verð að segja að sýningar í gallerínu eru allt of stuttar. En hvað um það að þá er síðasti sjens að sjá sýninguna á morgun á milli 13 og 17.

Birti hér með hluta af umfjöllun Rögnu Sigurðardóttur um sýninguna sem var í Mogganum 16. febrúar síðastliðinn. Þótti hún hafa ágætis yfirsýn á verkin.

Ransu hefur á ferli sínum einbeitt sér að því að skoða abstraktlist, pop-list og op-list og leitað fyrir sér með möguleika lita, forma og efnis. Hér eru ekki notaðir olíulitir, penslar og strigi heldur akrýlmálning, rúlla og krossviðarplötur. Litaspjaldið liggur á sviði iðnaðarframleiðslu og vísar til ákveðinnar afhelgunar á málverkinu og efnisnotkun undirstrikar enn frekar stöðu málverksins sem hlutar meðal annarra hluta í nútímaneyslusamfélagi.

Lögun málverkanna er óregluleg og minnir á risastórar, uppstækkaðar slettur, en slettan sem fyrirbæri á myndfleti hefur áður verið viðfangsefni Ransu og vísar til aðferða athafnamálara á 20. öldinni eins og Jackson Pollock sem slettu málningu á myndflötinn. Hér er slettan tekin úr upprunalegu samhengi sínu og birtist á nýjan hátt, rænd tilviljanakenndum eiginleikum sínum minnir hún á að á endanum var slettan orðin að markaðssettu vörumerki.

En á sama tíma og Ransu undirstrikar tilvist listaverksins sem markaðsvöru koma fram önnur sjónarmið í verkum hans, í titlinum „Tómt“, þar sem áhersla er lögð á andleg gildi (...)

(...) Í fréttatilkynningu með sýningunni bendir Ransu á að í stærra samhengi má sjá tómið birtast í þeirri ofgnótt og síbylju listaverka sögunnar sem stöðugt eru sett fram og sýnd samkvæmt viðteknum gildum vestræns samfélags. Í heild spyr sýning hans áleitinna, tilvistarlegra spurninga um einstaklinginn og listina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ADHD

Hvar er Gallerí Turpentine?

ADHD, 21.2.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Ransu

Gallery Turpentine er á Skólavörðustíg 14, R.vík.

Ransu, 21.2.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband