Þríviður kveður

þrividurNáði að fara í gær á síðasta sýningardegi og sjá sýninguna "Þríviður"  í Listasafni Reykjanesbæjar. 

Ég hafði heyrt gott um sýninguna og hafði því væntingar. Þær stóðust. 

Listamennirnir eru þrír, Guðjón Ketilsson, Hannes Lárusson og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Þeir vinna allir í trjávið. Gæla við hönnun hluta en fást engu að síður við rýmiskenndan skúlptúr.

Tvímælalaust flottasta sýning sumarsins.

Ég verð samt að benda á skemmtileg tengsl á milli verks Hannesar Lárussonar og sýningar eiginkonu minnar, Guðrúnar Veru Hjartardóttur, í Deiglunni fyrr á árinu sem/og í Króatíu. (Sjá HÉR og HÉR).  En Hannes fékk fólk til að sitja á skúlptúrunum sínum og horfa fram.  Sýndi svo upptökuna á videói sem lúppaði afturábak og áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband